Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Uppbyggjandi ritmennska - að skrifa sig úr skugganum í ljósið

Námskeið frá fimmtudegi til sunnudags, 9.-12. júlí 2020

Steinunn Sigurðardóttir leiðbeinir þátttakendum við að nota ritmennsku til þess að byggja sig upp.

Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í dvölinni. Leitað verður skapandi skriflegra leiða til þess að tjá erfiðar tilfinningar. Reynt verður að skoða þessa líðan utan frá með textann sem kíki. Ritmennskuaðferðin, með hópeflinu, er notuð sem tæki til þess að stuðla að betri líðan og skapa uppbyggjandi kraft fyrir þá sem glíma við óyndi, áhyggjur, kvíða.

Dagskrá og fræðsla

Á Heilsustofnun eru ýmisleg námskeið  og fræðsla í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði. Áhersla er lögð á að gestir fái góða fræðslu sem nýtist þeim áfram þegar snúið er heim eftir dvöl á Heilsustofnun. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir þá fræðslu og námskeið sem boðið er uppá.

Á Heilsustofnun er mikil áhersla lögð á að fræða einstaklinginn til að gera hann betur í stakk búin að efla og viðhalda góðri heilsu. Einkunnarorð Heilsustofnunar er „berum ábyrgð á eigin heilsu“. Markmið allrar fræðslu er því að reyna að stuðla að því að fólk beri ábyrgð á eigin heilsu og hafi þau tækifæri og þekkingu til að gera það.

Hvaða námskeið hentar mér?
Fagaðilar innan Heilsustofnunnar meta hvern og einn gest og er þeim leiðbeint í þá fræðslu sem talin er henta hverjum og einum. Einnig er gestum velkomið að koma fram með óskir um ákveðna fræðslu.

Ef þú ert ekki gestur en langar að kynna þér það sem er í boði í fræðslu Heilsustofnunar er best að vera í sambandi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 483 0300.

Hvað er í boði?
Hér eru stuttar innihaldslýsingar þeirrar fræðslu sem er í boði á Heilsustofnun. Nánari lýsing á fræðslunni og þeim námskeiðum sem eru í boði eru hér til hliðar.

 

Réttur dagsins

Miðvikudagur 1. maí

Kúrbíts og sveppalasagne með piparrótarsósu og steiktu grænmeti – Villisveppasúpa með rósmarín

Salatbar

Skoða matseðil vikunnar

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

ESPA viðurkenning

espa awards