Hvíld, slökun og heilsuefling
Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði geta gestir komið á eigin vegum í heilsudvöl. Í þeim tilvikum er ekki þörf á að læknir sendi inn beiðni. Gestir hringja þá sjálfir og panta í síma 483 0300 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Innifalið í verði er gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig er boðið upp á skipulagða göngu á virkum dögum.
Ýmis önnur þjónusta er á staðnum, t.a.m. heilsubúð, snyrtistofa og hárgreiðslustofa.
Heilsustofnun er reyklaus staður. Reykingar og áfengisneysla eru hvorki leyfðar inni né á lóðinni.
Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá innlagnaritara í síma 483 0300, en hann er með símatíma alla virka daga frá kl. 10-12. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.