Hvíld, slökun og heilsuefling

Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði geta gestir komið á eigin vegum í heilsudvöl. Í þeim tilvikum er ekki þörf á að læknir sendi inn beiðni. Gestir hringja þá sjálfir og panta í síma 483 0300 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Innifalið í verði er gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig er boðið upp á skipulagða göngu á virkum dögum.

Ýmis önnur þjónusta er á staðnum, t.a.m. heilsubúð, snyrtistofa og hárgreiðslustofa.

Heilsustofnun er reyklaus staður. Reykingar og áfengisneysla eru hvorki leyfðar inni né á lóðinni.

Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá innlagnaritara í síma 483 0300, en hann er með símatíma alla virka daga frá kl. 10-12. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér má finna verðlista

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli