Offitumeðferð

Meðferðin hentar þeim sem vilja öðlast betri heilsu og líðan og eru tilbúnir til að breyta lífsháttum sínum til langframa. Hún hentar þeim sem glíma við offitu og/eða sykursýki.

Streitumeðferð

Meðferðin hentar einstaklingum sem eru að glíma við það mikla streitu að það er farið að hafa hamlandi áhrif á líf og störf einstaklinga. Streita er eitt hættulegasta mein nútíma þjóðfélags þar sem allir eru á fullu að sinna öllum sínum skyldum s.s. vinnu, fjölskyldu, vinum, hópum, heilsu og fjárhag. Því miður verður streitan stundum svo mikil að fólk verður útbrunnið og getur illa sinnt skyldum sínum. Þessi meðferð er fyrir þessa einstaklinga og alla aðra er telja að streitan sé farin að hafa hamlandi áhrif á líf þess.

Verkjameðferð

Meðferðin hentar einstaklingum á vinnufærum aldri með langvarandi stoðkerfisverki, þar á meðal vefjagigt. Hún hentar fólki sem enn er á vinnumarkaði en einnig þeim sem eiga í erfiðleikum með að halda starfsþreki eða jafnvel hafa þurft að hætta á vinnumarkaði.
Unnið er annars vegar í verkjahóp og hins vegar á verkjalínu.