Algengar spurningar og svör við þeim
Hvað er í boði á Heilsustofnun?
Heilsustofnun er fyrst og fremst endurhæfingastofnun fyrir þá sem koma í læknisfræðilega endurhæfingu með beiðni frá lækni.
Hvað er læknisfræðileg endurhæfing?
Læknisfræðileg endurhæfing er endurhæfingarmeðferð samkvæmt þjónustusamningi Heilsustofnunar við Sjúkratryggingar Íslands.
Hvað er innifalið í verði við læknisfræðilega endurhæfingu?
Innifalið í læknisfræðilegri endurhæfingu er öll meðferð, gisting, fullt fæði ásamt allri annarri þjónustu sem veitt er á Heilsustofnun. Gestir hafa frían aðgang að sundlaug og æfingarsal á auglýstum opnunartímum auk almennri dagskrá (kvöldvökur o.s.frv.).
Hver er kostnaðurinn við læknisfræðilega endurhæfingu?
Þeir sem koma í læknisfræðilega endurhæfingu þurfa að greiða sjálfir fyrir gistingu og fæði. Mismunandi verð er eftir því hvernig herbergi er valið. Uppgefið verð er sá hluti er sjúklingi ber að greiða. Sjá verðlista hér sem dvalargestir þurfa sjálfir að greiða
Hversvegna er munur á verði herbergja?
Verðmunur er tilkominn vegna herbergja í mismunandi gæðaflokkum, en herbergin eru misvel búin ýmsum þægindum, s.s. eftir aldri og hvort herbergi eru með salerni og/eða sturtu.
Hvernig er sótt um dvöl í læknisfræðilegri endurhæfingu?
Skilyrði er að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl. Allir sem sækja um fá sent svarbréf þar sem fram kemur tilboð um dvöl og dvalartíma. Með svarbréfi fá sjúklingar sent eyðublað þar sem þeir þurfa að merkja við ýmsar óskir sínar, þ.m.t. óskir um herbergi.
Hvað eru víxlböð - Kneipp böð og hvernig virka þau?
Víxlböð (Kneipp) er náttúrulegar lækningaaðferðir náðu miklum vinsældum um alla Evrópu á 19. öld, einkum í Þýskalandi. Það eru svonefndar náttúru- og baðlækningar með áherslu á náttúrulega næringu, hvíld og næga hreyfingu til að stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum. Í Þýskalandi kom Sebastian Kneipp (1821-1897) þessum náttúrulegu lækningaaðferðum saman í kerfi, sem byggist einkum á baðlækningum.
Aðferðir Kneipp stuðla að heildrænni meðferð, en einblína ekki einvörðungu á meinið sjálft. Þekkt aðferð eru svokölluð víxlböð, þar sem gengið er til skiptis í heitu og köldu vatni. Þessi aðferð eykur blóðflæði og þrek. Aðferðir Kneipp eru náskyldar hefðum og meðferðum, sem beitt hefur verið í Heilsustofnun NLFÍ frá því að hún tók til starfa árið 1955. Aðferðir Kneipp eru notaðar með góðum árangri í fjölmörgum Evrópulöndum, Asíu og Bandaríkjunum.
Víxlböð eru góð við verkjum og þreytu í fótum sem geta m.a. stafað af æðaþrenglsum. Víxlböð taka 10-15 mínútur. Byrjað er í 3-6 mínútna heitu kálfadjúpu fótabaði (38-42°C). Síðan er farið í 10-30 sek. Kalt fótabað (15-20°C). Þetta er gert þrisvar. Gott er að hreyfa fæturnar á meðan. Alltaf er endað í kalda vatninu.
Hvað er núvitund?
Orðið núvitund er þýðing á enska orðinu mindfulness. Núvitund á rætur sínar að rekja til aldagamallar hugleiðsluhefð austurlanda. Þar er litið á núvitund sem leið til að hjálpa okkur að sjá skýrar hvernig hugur okkar starfar og sem leið fyrir hvern sem er til þess að öðlast jafnlyndi og hugarró.
Má reykja á Heilsustofnun?
Reykinar eru með öllu bannaðar, bæði inni á stofnuninni og á lóð hennar. Fyrir þá sem dveljast á Heilsustofnun NLFÍ af öðrum ástæðum og vilja nota tækifærið til þess að hætta að reykja veitir Heilsustofnun NLFÍ stuðning við að hætta að reykja. Í boði eru stuðnings- og hvatningarviðtöl hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.Þessi meðferð er í boði árið um kring.
Hvað er heilsuefling?
Hvíldar og hressingardvöl er ætluð fyrir þá sem vilja koma til hvíldar, hressingar, til að efla heilsuna, vegna forvarna eða til að temja sér nýjan lífsstíl. Gesturinn ber allan kostnað sjálfur. Ekki er þörf á að læknir sendi inn beiðni. Sjá verð á heilsudvöl HÉR.
Hvaða önnur þjónusta er í boði?
Eftirfarandi þjónusta er í boði:
Þráðlaust net er á herbergjum og í sameiginlegu rýmum - ekki þarf aðgangsorð
Matstofa Jónasar
Boðið er upp á heilsufæði í veitingasal Heilsustofnunar; morgunverð, hádegisverð, miðdagshressingu og kvöldverð.
Sérstök áhersla er lögð á grófmeti úr jurtaríkinu eins og til dæmis baunir, hýðishrísgrjón, ýmis konar heil korn og svo auðvitað grænmeti og ávexti. Fæðið inniheldur einnig egg og mjólkurvörur.
Leitast við að nota eins lítið af salti, harðri fitu og sykri eins og mögulegt er. Það er stefna HNLFÍ að hafa sem minnst af unnum matvælum, við veljum okkar hráefni mjög vandlega og allur matur er eldaður frá grunni á staðnum. Við bökum okkar eigið brauð úr 100 % heilhveiti og uppistaðan í grænmetinu er það sem er lífrænt ræktað á staðnum.
Boðið er upp á matreiðslunámskeið. Einnig er boðið upp á að matarþjónustu fyrir fyrirtæki.
Stakar meðferðir s.s. eins og nálastungur, heilsubað, sjúkranudd og leirbað.
Baðhúsið - Kjarnalundur
Baðhúsið er opið fyrir almenning eftir kl. 16. virka daga og um helgar frá kl. 10 til 17.
Snyrtistofan Athena
Tímabókanir í Noona appi eða í síma 4830273/8352255
Hársnyrtistofan Gná
Boðið er upp á alhliða hársnyrtingu fyrir bæði dömur og herra.
Opið alla virka daga.
Tímapantanir eru í síma 483 0274 eða 691 1036.
Heilsubúðin
Á Heilsustofnun er verslun sem selur ýmsar vörur á sanngjörnu verði. Fatnaður, sundföt, snyrtivörur, krem og margt fleira.
Opið mánudaga til fimmtudaga frá 11:30-16:00.
Síma 483 0352.