Algengar spurningar og svör við þeim

Hvað er í boði á Heilsustofnun?
Heilsustofnun er opin öllum sem þurfa að efla líkamlegt og andlegt þrek og þol, hvort sem þeir koma samkvæmt tilvísun frá lækni eða ekki. Boðið er upp á tvo valkosti við dvöl á Heilsustofnun. Annars vegar Læknisfræðilega endurhæfingu og hins vegar heilsudagar.

Hvað er læknisfræðileg endurhæfing?
Læknisfræðileg endurhæfing er endurhæfingarmeðferð samkvæmt þjónustusamningi Heilsustofnunar við Sjúkratryggingar Íslands og Velferðarráðuneytið. Hægt er að skoða samninginn hér sem PDF skjal. 

Hvað er innifalið í verði við læknisfræðilega endurhæfingu?
Innifalið í læknisfræðilegri endurhæfingu er öll meðferð, gisting, fullt fæði ásamt allri annarri þjónustu sem veitt er á Heilsustofnun. Gestir hafa frían aðgang að sundlaug og æfingarsal á auglýstum opnunartímum auk almennri dagskrá (kvöldvökur o.s.frv.).

Hver er kostnaðurinn við læknisfræðilega endurhæfingu?
Læknisfræðileg endurhæfing er greidd að stórum hluta af Íslenska ríkinu (ca. 70%) en sjúklingur greiðir sjálfur mismuninn (ca. 30%). Í því tilfelli er skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl. Sjúklingur velur hvaða herbergi hann óskar að dvelja í, en hlutur sjúklings (svokallað sérdaggjald) er mishár eftir stærð og gæðum herbergis. Uppgefið verð er sá hluti er sjúklingi ber að greiða.

Hversvegna er munur á verði herbergja?
Verðmunur er tilkominn vegna herbergja í mismunandi gæðaflokkum, en herbergin eru misvel búin ýmsum þægindum, s.s. eftir aldri og hvort herbergi eru með salerni og/eða sturtu.

Hvernig er sótt um dvöl í læknisfræðilegri endurhæfingu?
Skilyrði er að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl. Allir sem sækja um fá sent svarbréf þar sem fram kemur tilboð um dvöl og dvalartíma. Með svarbréfi fá sjúklingar sent eyðublað þar sem þeir þurfa að merkja við ýmsar óskir sínar, þ.m.t. óskir um herbergi. Meiri upplýsingar er hægt að sjá HÉR.

Hvað eru víxlböð - Kneipp böð og hvernig virka þau?
Víxlböð (Kneipp) er náttúrulegar lækningaaðferðir náðu miklum vinsældum um alla Evrópu á 19. öld, einkum í Þýskalandi. Það eru svonefndar náttúru- og baðlækningar með áherslu á náttúrulega næringu, hvíld og næga hreyfingu til að stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum. Í Þýskalandi kom Sebastian Kneipp (1821-1897) þessum náttúrulegu lækningaaðferðum saman í kerfi, sem byggist einkum á baðlækningum.
Aðferðir Kneipp stuðla að heildrænni meðferð, en einblína ekki einvörðungu á meinið sjálft. Þekkt aðferð eru svokölluð víxlböð, þar sem gengið er til skiptis í heitu og köldu vatni. Þessi aðferð eykur blóðflæði og þrek. Aðferðir Kneipp eru náskyldar hefðum og meðferðum, sem beitt hefur verið í Heilsustofnun NLFÍ frá því að hún tók til starfa árið 1955. Aðferðir Kneipp eru notaðar með góðum árangri í fjölmörgum Evrópulöndum, Asíu og Bandaríkjunum.
Víxlböð eru góð við verkjum og þreytu í fótum sem geta m.a. stafað af æðaþrenglsum. Víxlböð taka 10-15 mínútur. Byrjað er í 3-6 mínútna heitu kálfadjúpu fótabaði (38-42°C). Síðan er farið í 10-30 sek. Kalt fótabað (15-20°C). Þetta er gert þrisvar. Gott er að hreyfa fæturnar á meðan. Alltaf er endað í kalda vatninu.

Hvaða meðferðir falla undir læknisfræðilega endurhæfingu? 
Á Heilsustofnun eru 3 meðferðarsvið:

Heilsusvið
Heilsueflingarteymi: 
Hjúkrunarfræðingur, íþróttakennari, læknir, næringaráðgjafi, sálfræðingur, sjúkranuddari, sjúkraliði og sjúkraþjálfari.
Meðferðin hentar einstaklingum sem vilja fá aðstoð við að ná tökum á heilbrigðu lífi. Hún hentar þeim sem vilja fá aðstoð við að vinna upp þrek eftir erfið veikindi eðafá aðstoð við ýmis heilsutengd verkefni svosem offitu, þrekleysi, andlega vanlíðan, streitu, svefntruflanir eða fá aðstoð til reykleysis.
Stuðningsteymi: Hjúkrunarfræðingar, íþróttakennari, læknir,sálfræðingar, sjúkranuddari og sjúkraþjálfari.
Meðferðin hentar einstaklingum með þunglyndi eða kvíða. Hún hentar einnig þeim sem eru að jafna sig eftir áföll eða missi eða eru undir miklu álagi af einhverjum toga. Meðferðin getur hentað þeim sem þurfa aðstoð sem brú milli spítaladvalar og heimferðar. 
Hjartateymi: Hjúkrunarfræðingar, íþróttakennari, læknir,sjúkraliði og sjúkraþjálfari.
Meðferðin hentar einstaklingum sem greinst hafa meðhjartasjúkdóma og hentar einnig einstaklingum meðlungnasjúkdóma. Markmið meðferðar er að aukalíkamlegt þrek og færni, bæta svefn og næringarástand. Einnig að hindra framgang sjúkdóms, draga úr háþrýstingi,lækka blóðfitur og hætta reykingum ef við á. 

Öldrunarsvið
Öldrunarteymi: Hjúkrunarfræðingar, læknir, sjúkraliðar,sjúkranuddari og sjúkraþjálfari
Markmið endurhæfingar er að auka líkamlega, andlega og félagslega færni. Einnig að viðhalda eða auka sjálfsbjargargetu, læra bjargráð sem nýtast heima fyrir og sinna forvörnum. 

Færnisvið
Færniteymi:
 Hjúkrunarfræðingur, íþróttakennari, læknir, sjúkraliðar,sjúkranuddari og sjúkraþjálfari.
Hentar einstaklingum með færniskerðingu í kjölfar aðgerða, sjúkdóma og stoðkerfisvandamála. Markmið meðferðar er að auka líkamlega færni og þrek, draga úr verkjum og bæta andlega líðan. Einnig er markmiðið að auka færni til að lifa sem eðlilegustu lífi og auka lífsgæði.
Verkjateymi: Hjúkrunarfræðingur, íþróttakennari, læknir, sjúkraliði,sjúkranuddari og sjúkraþjálfari.
Hentar einstaklingum á vinnufærum aldri með langvinna verki. Markmið meðferðar er að bæta lífsgæði með því að auka færni, læra bjargráð og horfa til getu og styrkleika í stað skerðingar og veikleika. Leitast er við finna jafnvægi milli hreyfingar og hvíldar, finna sín mörk og virða þau.

Hvað er Gjörhygli?
Orðið gjörhygli er þýðing á enska orðinu mindfulness og gjörhygli-hugleiðsla sem mindfulnes meditation. Gjörhygli á rætur sínar að rekja til aldagamallar hugleiðsluhefð austurlanda. Þar er litið á gjörhygli sem leið til að hjálpa okkur að sjá skýrar hvernig hugur okkar starfar og sem leið fyrir hvern sem er til þess að öðlast jafnlyndi og hugarró.Sjá nánar hér.

Má reykja á Heilsustofnun? 
Reykinar eru með öllu bannaðar, bæði inni á stofnuninni og á lóð hennar. Fyrir þá sem dveljast á Heilsustofnun NLFÍ af öðrum ástæðum og vilja nota tækifærið til þess að hætta að reykja veitir Heilsustofnun NLFÍ stuðning við að hætta að reykja. Í boði eru stuðnings- og hvatningarviðtöl hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.Þessi meðferð er í boði árið um kring.

Hvað er heilsuefling? 
Hvíldar og hressingardvöl er ætluð fyrir þá sem vilja koma til hvíldar, hressingar, til að efla heilsuna, vegna forvarna eða til að temja sér nýjan lífsstíl. Gesturinn ber allan kostnað sjálfur. Ekki er þörf á að læknir sendi inn beiðni. Sjá verð á heilsudvöl HÉR.

Hvaða önnur þjónusta er í boði?
Eftirfarandi þjónusta er í boði:

Þráðlaust net er í sameiginlegu rými í Kringlu - ekki þarf aðgangsorð.

Matstofan
Boðið er upp á heilsufæði í veitingasal Heilsustofnunar; morgunverð, hádegisverð, miðdagshressingu og kvöldverð.

Sérstök áhersla er lögð á grófmeti úr jurtaríkinu eins og til dæmis baunir, hýðishrísgrjón, ýmis konar heil korn og svo auðvitað grænmeti og ávexti. Fæðið inniheldur einnig egg og mjólkurvörur.
Leitast við að nota eins lítið af salti, harðri fitu og sykri eins og mögulegt er. Það er stefna HNLFÍ að hafa sem minnst af unnum matvælum, við veljum okkar hráefni mjög vandlega og allur matur er eldaður frá grunni á staðnum. Við bökum okkar eigið brauð úr 100 % heilhveiti og uppistaðan í grænmetinu er það sem er lífrænt ræktað á staðnum.
Boðið er upp á matreiðslunámskeið. Einnig er boðið upp á að matarþjónustu fyrir fyrirtæki.

Læknisþjónusta
Læknisþjónusta er í boði virka daga á milli kl. 9 til 15. Í boði er skoðun og ráðgjöf. Tvennskonar læknisviðtöl eru í boði; almennt læknisviðtal sem er um 20 mínútur og sérhæft læknisviðtal sem er 40 mínútur.

Stakar meðferðir s.s. eins og nálastungur, heilsubað, sjúkranudd og leirbað.

Sjúkraþjálfun 
Göngudeild er starfrækt eftir kl. 15.30 á virkum dögum. Í boði er meðferð eða skoðun. Einnig er boðið upp á að útbúa skýrslur eða skriflegar leiðbeiningar.

Baðhúsið - Kjarnalundur
Baðhúsið er opið fyrir almenning eftir kl. 16. virka daga og um helgar frá kl. 10 til 17.

Snyrtistofa Dittu
Á snyrtistofunni er boðið upp á alla alhliða snyrtingu s.s. fótsnyrtingu, handsnyrtingu, húðhreinsun, andlitsböð, litun og plokkun og háreyðingu með vaxmeðferð. Gjafabréf og snyrtivörur.
Þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13 til 17.
Fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11 til 17.
Tímapantanir eru í síma 483 0273 eða 820 9476.

Hársnyrtistofan Gná
Boðið er upp á alhliða hársnyrtingu fyrir bæði dömur og herra.
Hársnyrtivörur frá Indola.
Opið alla virka daga.
Tímapantanir eru í síma 483 0274 eða 691 1036.

Myndbönd frá Heilsustofnun

Hér má sjá myndbönd frá heimsókn sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Heilsustofnun og frá fyrirtækjaheimsókn ÍNN. 

N4 um Heilsustofnun

n4mynd

 

Fyrirtækjaheimsókn ÍNN á Heilsustofnun

inn myndband

 

Heilsustofnun

Grænumörk 10, 810 Hveragerði
Sími 483 0300 - Fax 483 0320
heilsa@heilsustofnun.is 

Skoða kort

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli