Takmarkaður aðgangur almennings að Heilsustofnun   Nánari upplýsingar
 

Við birtum hér ágrip af afar áhugaverðri doktorsritgerð Sigrúnu Völu Björnsdóttur frá árinu 2017 sem fjallar um þráláta stoðkerfisverki. Þar fer hún um algengni, áhrif og þau þverfaglegu úrræði sem til eru hér á landi. 

Við stiklum á inngangi og ágripi doktorsritgerðarinnar.

 

Þrálátir stoðkerfisverkir - Ritgerð til doktorsgráðu eftir Sigrúnu Völu Björnsdóttur

Algengi, áhrif og þverfræðileg úrræði á Íslandi

 

Ágrip

Inngangur og markmið: Þrálátir stoðkerfisverkir eru algengt vandamál um allan heim og hafa veruleg áhrif á samfélög. Markmið rannsóknanna var að meta algengi þrálátra stoðkerfisverkja á Íslandi og hugsanleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Einnig að meta hugsanleg áhrif fjögurra vikna hefðbundinnar þverfræðilegrar verkjameðferðar (TMP) og svipaðs meðferðarúrræðis að viðbættri taugafræðilegri sjúklingafræðslu og gjörhygli (NEM) á heilsutengd lífsgæði (HRQL) og magn verkja, meðal kvenna sem upplifa þráláta stoðkerfisverki.

Aðferðir: Notast var við lýðgrundað slembiúrtak 5.906 Íslendinga á aldrinum 18-79 ára (svarhlutfall = 60,3%) til að meta algengi þrálátra stoðkerfisverkja á Íslandi í desember 2007. Mat á algengi var viktað með tilliti til kyns, aldurs og búsetu til að endurspegla stöðuna í þjóðfélaginu. Fjölþátta leiðrétt lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að meta tengsl milli þrálátra verkja annars vegar og hömlunnar í daglegum athöfnum og ýmissa einkenna hins vegar.

Í íhlutunarrannsókninni var notast við gögn frá íslenskri endurhæfingarstofnun, Heilsustofnun NLFÍ. Í rannsókninni tóku þátt 122 konur sem fengu TMP meðferðina, 90 konur í NEM meðferðinni og 57 konur á biðlista. HRQL (kvarðinn Heilsutengd lífsgæði) og magn verkja (100 mm sjónkvarði) voru mæld fyrir og eftir meðferð sem og sex mánuðum eftir að meðferð lauk. Til að greina árangur var notast við fervikagreiningu og línulega aðhvarfsgreiningu.

Ályktun

Niðurstöður benda til að þrálátir stoðkerfisverkir séu algengir á Íslandi og að fólk sem þá upplifir búi við lakara heilsufar og skert lífsgæði. Þverfræðileg endurhæfing eykur lífsgæði og minnkar verki meðal kvenna sem upplifa þráláta stoðkerfisverki og þeirra áhrifa gætir enn hálfu ári eftir að meðferð lýkur. 

Nánar má lesa alla ritgerð Sigrúnar Völu hér. Chronic Musculoskeletal Pain

Réttur dagsins

Mánudagur 24. janúar

Kínóaborgarar með paprikusalsa búlgúrsalati með kryddjurtum og tómat agúrkujógúrt og chilisósu – Indversk linsubaunasúpa

Salatbar

Skoða matseðil vikunnar

Hvernig ber ég mig að?

 • Læknisfræðileg endurhæfing

  Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

  Skoða nánar

 • Almenn heilsudvöl

  Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

  Skoða nánar

 • Námskeið og fræðsla

  Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

  Skoða nánar

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

European Spas Association

espa winner2015 heilsustofnun