Hollar uppskriftir
Á Heilsustofnun er hægt að kaupa 31. blaðsíðna uppskriftabækling með öllum þeim ljúffengu réttum sem eru á boðstólnum í matsalnum alla daga. Hér eru nokkur dæmi um hollar og góðar uppskriftir sem gaman að spreyta sig á heimavið:
Cous cous salat með blómkáli og furuhnetum (fyrir 4-6)
2 dl. heilhveiti cous-cous sett í skál með 2 dl. af sjóðandi grænmetissoði
Plastfilma sett yfir og látið standa í 10 mínútur
400 gr. fínt blómkál, saxað
50gr.rúsínur saxaðar
1-2 hvítlauksgeirar saxaðir
3 msk kóríander saxað
1/4 dl ólífuolía
Aðferð: Öllu blandað saman og smakkað til með salti og svörtum pipar
Hummus
400 g soðnar kjúklingabaunir
2 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
2 msk vatn (eða meira eftir þörfum)
2 msk tahini
2 msk. Ólífuolía
½ tsk cayennepipar
salt og svartur pipar eftir smekk
Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel saman.
Heilsubrauð
1 kg heilhveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1-2 tsk salt
1 bolli fræ (t.d. sólblóma- og sesamfræ)
800 ml vatn
Aðferð: Hrærið saman í u.þ.b. 2 mín. Sett í 2 smurð sandkökuform og lokað með álpappír. Bakað í 20 mín. við 220 °C. Lækkið hitann í 150 °C og bætið 20 mínútum við. Takið álpappírinn af og bakið í 20 mínútur til viðbótar við 150°C, alls 1 klst.
Jarðaberjasulta
150 gr. frosin jarðaber
100 gr. döðlur
Aðferð: Allt hitað saman í potti, maukað og kælt.
Nýrnabaunatortilla með salsa og guacamole (fyrir 6)
4 heilhveititortillur
300 g soðnar nýrnabaunir
1 laukur saxaður
4 hvítlauksgeirar saxaðir
1 tsk kanell
100 g gulrætur, skornar í teninga
100 g sellerírót, skorin í teninga
1 dós maukaðir tómatar
1/2 bolli rifinn ostur, 17 %
Aðferð: Brúnið grænmetið ásamt kanel og bætið tómötum og nýrnabaunum útí. Sjóðið rólega í uþb. 10 mínútur. Setjið fyllinguna í kökurnar ásamt osti og rúllið upp. Bakið í ofni við 200°C í 10 mínútur. Berið fram með guacamole, salsa, hýðishrísgrjónum og góðu salati.
Salsa (fyrir 4)
2 stórir tómatar (4 litlir), fínt saxaðir
1 paprika, fínt söxuð
2 vorlaukar, fínt saxaðir
1 lítill grænn chilipipar, saxaður
safi úr einu lime
salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk.
Aðferð: Blandið öllu saman í skál.
Guacamole (fyrir 4)
1 þroskað avokado, skrælt og steinninn fjarlægður
1 tómatur, skorinn í litla bita
3 vorlaukar, fínt saxaðir
1 msk safi úr lime
salt og nýmulinn svartur pipar eftir smekk
Aðferð: Setjið avokado í skál og stappið með gaffli. Bætið öllu út í og hrærið vel saman. Einnig má bæta út í 2 dl af léttri AB mjólk sem er búið að sigta yfir.
Gúrku og myntusósa
1/2 ltr. létt AB mjólk
1/2 gúrka, rifin
1 tsk. cumminduft
1 tsk. korianderduft
1 bréf mynta, fínt söxuð
salt og pipar eftir smekk
Graskerssúpa (fyrir 6)
2 msk. Grænmetisolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
700 g af skrældu graskeri, skorið í ca. 3 cm bita
500 g skrældar kartöflur í sneiðum
600 ml grænmetissoð eða vatn
400 ml kókosmjólk (1 dós)
1 tsk cumminfræ
2 tsk safi úr lime
sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar eftir smekk
Aðferð: Brúnið lauk, hvítlauk og cumminfræ í olíunni við meðalháan hita í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn er orðinn gullbrúnn. Bætið út í graskeri, kartöflum, soði og kókosmjólk. Sjóðið við vægan hita í um það bil 20 mínútur eða þar til grænmetið er meyrt. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið út í limesafa og kryddið til. Borið fram með grófu brauði og fersku salati.