Núvitund á Heilsustofnun
Á síðustu árum hefur athygli vestrænna vísindamanna beinst að því hvernig fornar hugleiðsluaðferðir geta nýst okkur í daglegu lífi og hjálpað okkur að finna kyrrð innra með okkur og í framhaldi átt auðveldara með að fást við þá streitu og erfiðleika sem lífið leggur óhjákvæmilega á okkur.
Núvitund eða gjörhygli er þýðing á enska orðinu mindfulness og er einfaldlega það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Að einsetja sér að beina athyglinni að núverandi augnabliki, hlutlaust og taka því eins og það er.
Æ fleiri rannsóknir hafa birst á allra síðustu árum sem hafa sýnt fram á að núvitund nýtist afar vel fólki sem er að berjast við verki, háþrýsting, svefnerfiðleika, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Núvitund nýtist einnig við sálfræðilegum vandamálum, s.s. endurteknu þunglyndi, streitu, kulnun, kvíða og ofsakvíða.
Á Heilsustofnun er núvitundarhugleiðsla á mánudögum og föstudögum kl. 14:30-15:00 og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 08:10-08:40. Fyrir þá sem vilja fara dýpra og læra að nýta núvitund til að fást við verki, þunglyndi, kvíða eða streitu bjóðum við upp á dýpri námskeið, þar sem gert er ráð fyrir mun meiri þjálfun og æfingu.
Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.