
Laus störf í sumar 2022 hjá Heilsustofnun
Heilsustofnun óskar eftir að ráða í sumar starfsfólk við aðstoð á hjúkrun, ræstingu og heilbrigðisgagnafræðing.
Heilsustofnun óskar eftir að ráða í sumar starfsfólk við aðstoð á hjúkrun, ræstingu og heilbrigðisgagnafræðing.
Nýverið kom út sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um uppbyggingu Lindarbrúnar. Hin þjóðþekkta fréttakona, Elín Hirst, kom á staðinn við fyrstu skóflustunguna 2. maí 2022.
Hægt er að horfa á þáttinn með því að smella hér
Í gær var tilkynnt að Heilsustofnun er stofnun ársins í könnun Sameykis.
Heilsustofnun var efst í stærsta flokknum; Ríkisstofnanir og sjálfseignarstofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri með 4,32 í einkunn.
Þessi niðurstaða er afskaplega ánægjuleg fyrir okkur öll, - þetta er niðurstaða úr könnun meðal allra starfsmanna – þetta er ykkar sigur og mjög ánægjulegur fyrir okkur öll.
Fyrsta skóflustungan að nýju íbúðahverfi við Lindarbrún í Hveragerði var tekin þann 2 maí sl. og verða byggðar 84 íbúðir í fimm klösum og er áætlað afraksturinn fari í að bæta aðstöðu Heilsustofnunar.
Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Á Heilsustofnun fer fram einstaklingsmiðuð læknisfræðileg endurhæfing sem stjórnað er af þverfaglegum teymum. Áhersla er á að efla líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklinga, auka lífsgæði og styrkja þá til athafna daglegs lífs.
Helstu meðferðarsvið eru verkjameðferð, meðferð vegna streitu og kulnunar, offitumeðferð, geðendurhæfing, hjartaendurhæfing, öldrunarendurhæfing og endurhæfing eftir alvarleg veikindi, aðgerðir eða slys.