Jafnlaunastefna Heilsustofnunar

jafnlaunavottun 2023 2026Jafnlaunastefna Heilsustofnunar nær til alls starfsfólks og felur í sér að jafnrétti gildir við ákvörðun launa. Með því er átt við að laun séu ákveðin óháð kyni eða kynvitund. Starfsfólk skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða  jafnverðmæt störf.

Heilsustofnun skuldbindur sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum er gilda um jafnlaunakerfið
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega
  • Vinna árlega launagreiningu og bera saman jafnverðmæt störf og bregðast við óútskýrðum launamun
  • Fylgja gildandi kjara- og stofnanasamningum, lögum og reglum
  • Kynna jafnlaunastefnuna reglulega fyrir starfsfólki
  • Birta stefnuna á heimasíðu og á innra neti

Samþykkt af framkvæmdastjórn í janúar 2022 

Heimild til notkunar á jafnlaunamerki

Reglugerð 1030-2017 ásamt reglum um notkun jafnlaunamerkis í fylgiskjali

 

Jafnréttisstefna Heilsustofnunar

Jafnréttisstefna Heilsustofnunar byggir á jafnréttislögum nr. 150/2020 sem er ætlað að tryggja jafna stöðu kvenna, karla og fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.

Framkvæmdastjórn og mannauðsstjóri eru ábyrgðaraðilar. Stefnan er aðgengileg almenningi og á innra neti og gildir frá 2022-2025 Markmið Að jafnréttisstefnan sé virk og virt af öllu starfsfólki. Gildi stofnunarinnar, umhyggja, virðing og velferð eru leiðarljós í öllum okkar samskiptum og störfum. Starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að virða jafnrétti kynjanna.

Lesa má Jafnréttisstefnu Heilsustofnunar nánar hér

 

 

Heilsustofnun

Grænumörk 10, 810 Hveragerði
Sími 483 0300 - Fax 483 0320
heilsa@heilsustofnun.is 

Skoða kort