Meðferð í læknisfræðilegri endurhæfingu er að lágmarki fjórar vikur og er háð því skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl.

Almennar ráðleggingar sóttvarnalæknis um handþvott, sprittun og hámark 50 manns í sama rými munu gilda hér, svo og tveggja metra reglan sem gildir alls staðar, t.d. í matsal, æfinga- og fyrirlestrarsal. Þá munu heimsóknir til dvalargesta og heimferðir á dvalartíma verða takmarkaðar. Lokað er fyrir almenning. Þessar áherslur munu taka breytingum í takt við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda.

Símatími fyrir innlagnir er kl.10 - 12 á virkum dögum.