Komutími og brottför

Komutími á Heilsustofnun NLFÍ er kl. 12:30-14:00 innlagnardag. Dvalargestir eru beðnir um að rýma herbergi fyrir kl. 10:00 brottfarardag. Vinsamlega athugið að fólk þarf að vera sjálfbjarga til að geta nýtt sér endurhæfingu á Heilsustofnun og geta farið sjálft um langa ganga innanhúss.

Minnislisti:

  • Sundföt, baðhandklæði, baðsloppur, inniskór, vekjaraklukka, föt og skór til æfinga innanhúss og útivistar.
  • Öll lyf sem þú tekur. Afrit af blóðrannsóknum seinustu sex mánaða.
  • Hjálpartæki s.s. göngugrind, hækjur eða stafur.
  • Sumum finnst gott að hafa sinn eigin kodda.
  • Þráðlaust net er í öllum herbergjum og á flestum almenningssvæðum.
  • Ganga þarf frá greiðslu strax við komu. Fyrsti og síðasti dagur dvalar reiknast sem einn dagur.

Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er reyklaus. Öll meðferð áfengis og tóbaks eru með öllu bönnuð, inni á stofnuninni og á lóð hennar. Sama gildir um rafrettur. Dvalargestum standa til boða áhugahvetjandi viðtöl og stuðningur til reykleysis.

Eftirfarandi þjónusta er í boði á Heilsustofnun:

  • Verslun, hárgreiðslustofa, snyrtistofa og bókasafn er á göngum hússins.
  • Þvottavél og þurrkari er á staðnum, gjaldfrjálst.

Nánari upplýsingar:

Í síma 483 0300 kl. 10-12 virka daga. Fyrirspurnir má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðfestingargjald:

Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald í síðasta lagi átta vikum fyrir innlagnardag. Greiðsluseðill er sendur og gjaldið er óafturkræft.

Myndbönd frá Heilsustofnun

Hér má sjá myndbönd frá heimsókn sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Heilsustofnun og frá fyrirtækjaheimsókn ÍNN. 

N4 um Heilsustofnun

n4mynd

 

Fyrirtækjaheimsókn ÍNN á Heilsustofnun

inn myndband

 

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?