Heilsustofnun er lokuð fyrir almenning vegna kórónuveirufaraldursins.   Nánari upplýsingar
 

Talið er að um þriðjungur fullorðinna þjáist af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og um tíu til fimmtán prósent þrói með sér langvarandi svefnleysi. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík meðferð við svefnleysi.

Lesa meira ...

Þorsteinn Hallgrímsson er einn af þeim sem hafa greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Síðan þá hefur hann glímt við alvarleg eftirköst.

Ég greindist í lok mars. Inga konan mín og 19 ára sonur okkar greindust á svipuðum tíma. Hann jafnaði sig fljótt og Inga hefur endurheimt um 80-90% af heilsu. Sjálfur var ég ekki svo heppinn.“ Einkenni Þorsteins voru ódæmigerð sem varð til þess að hann greindist seinna. „Ég þjáðist af magakrampa og hélt engu niðri. Kona mín minntist á þetta í eftirlitssamtali og eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði mig var ég lagður inn og loks greindur.“

Lesa meira ...

Sigríður H. Kristjánsdóttir greindist með COVID-19 þann 8. mars. Hún var veik í fimm vikur og hefur glímt við mikil eftirköst síðan. Hún segir dvölina á Heilsustofnun í Hveragerði hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á líðan sína.

Sigríður var svo ólánsöm að vera ein þeirra sem veiktust mjög alvarlega og var lögð inn á spítala.

Lesa meira ...

Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fá sjúklingar líkamlega og sálfélagslega endurhæfingu í dásamlegu umhverfi. Nú njóta þar endurhæfingar margir sem veiktust af COVID-19 í vetur og vor.

„Sarfsemi Heilsustofnunar í dag er nær eingöngu læknisfræðileg endurhæfing,“ segir Birna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Lesa meira ...

thorir haraldsson portraitÞórir Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Heilsustofnunar í Hveragerði frá 1. nóvember nk.

Þórir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands að mennt og hefur víðtæka þekkingu af heilbrigðisþjónustu og fyrirtækjarekstri. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu sem lögmaður og framkvæmdastjóri rekstrar.

Hann var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 1995 - 2001 og hefur einnig setið í ýmsum stjórnum og nefndum þar á meðal í stjórn Heilsustofnunar um árabil.

Réttur dagsins

Sunnudagur 24. janúar

Grænmetisbollur með karrýsósu ristuðu brokkólíni tröllatrefjum og salati – Ávaxtagrautur

Salatbar

Skoða matseðil vikunnar

Hvernig ber ég mig að?

 • Læknisfræðileg endurhæfing

  Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

  Skoða nánar

 • Almenn heilsudvöl

  Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

  Skoða nánar

 • Námskeið og fræðsla

  Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

  Skoða nánar

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

European Spas Association

espa winner2015 heilsustofnun