18 Okt

Heilsudagar í desember

Heilsustofnun býður sérstakt verð á Heilsudögum í desember 

Innifalið í verði: Gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig fjölbreytt dagskrá alla virka daga t.d. vatnsleikfimi, ganga, slökunartímar, leikfimi, jóga, núvitund og ýmsir opnir tímar. 

Lesa meira ...
01 Nov

1. nóvember 2019

Í dag var undirritaður samningur milli Náttúrulækningafélags Íslands og Sagafilm um gerð heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson lækni, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands og síðar Heilsustofnunar í Hveragerði. Unnið hefur verið að undirbúningi myndarinnar um nokkurra ára skeið. Í heimildarmyndinni verða gerð skil á æviskeiði Jónasar, læknisstörfum á Héraði, þar sem hann hóf feril sinn, og í Skagafirði þar sem hann var héraðslæknir á árunum 1911-1938 en þar var Náttúrulækningafélagið stofnað á Hótel Tindastóli árið 1937.

Lesa meira ...
23 Sep

Núvitund – mindfulness, 8 vikur

Næsta námskeið hefst 16. október 2019 (Námskeiðið er hafið)

Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.

Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.

Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.

Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30.  - Þögull laugardagur verður á seinni hluta námskeiðsins

Lesa meira ...
15 Okt

Heilsuhelgi með Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi

29. nóvember - 1. desember eða 6.-8. desember

Hressandi en um leið afslappað námskeið í umhverfi Heilsustofnunar

Frábært tækifæri til þess að njóta lífsins og setja heilsuna í forgang.

Geir Gunnar mun kenna þátttakendum að:

 • bera ábyrgð á eigin heilsu
 • leggja áherslu á holla næringu og reglulegar máltíðir
 • gæta að góðri meltingu
 • gera hreyfingu að daglegri venju
 • setja svefninn í forgang
 • styrkja sig andlega
 • setja sér skýr heilsumarkmið
 • tileinka sér einfaldar reglur í heilsusamlegum lífsstíl
Lesa meira ...
08 Okt

Laus er staða sjúkraþjálfara og sjúkra- eða heilsunuddara á Heilsustofnun

Sjúkraþjálfari

Staða sjúkraþjálfara er laus til umsóknar. Starfshlutfall 80-100%. Starfið er fjölbreytt, auk hefðbundinnar sjúkraþjálfunar felur það í sér kennslu í hóptímum, fræðslu, útigöngur og þátttöku í þverfaglegu teymisstarfi.

Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veita Anna Margrét Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., og Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s.483 0300.

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2019.

Umsóknir með ferilskrá sendist til starfsmannastjóra Heilsustofnunar

Grænumörk 10, 810 Hveragerði eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjúkra- eða heilsunuddari

Staða sjúkra- eða heilsunuddara er laus til umsóknar. Starfshlutfall er samkomulag. Auk hefðbundins sjúkranudds/heilsunudds felur starfið m.a. í sér þátttöku í þverfaglegu teymisstarfi.

Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veita Sigurður B. Jónsson yfirsjúkranuddari, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og

Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s.483 0300.

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2019.

Umsóknir með ferilskrá sendist til starfsmannastjóra Heilsustofnunar

Grænumörk 10, 810 Hveragerði eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira ...
15 maí

Halldór Steinsson yfirmatreiðslumaður hefur tekið saman tæplega 90 uppskriftir af ýmsum réttum, s.s. Borgarar og buff, Grænmetisréttir, Súpur, Hummus, Brauð og kex og margt fleira. Í bókinni er einnig ýmis fróðleikur.

Bókin er seld á Heilsustofnun í Matstofu Jónasar en einnig er hægt að panta hana hér; https://www.salka.is/products/uppskriftir-heilsustofnunar

 

24 Ágú

Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Hún segir aðsókn á þetta námskeið vera í stöðugri sókn, enda sé streita að aukast í samfélaginu með aukinni þenslu í hagkerfinu. Elínrós Líndal, blaðamaður tók við hana viðtal sem birtist þann 24. ágúst í sérblaði um heilsuna.

Lesa meira ...

Réttur dagsins

Miðvikudagur 13. nóvember

Kotasælubuff með sveppum og lauk kartöflusalati og ristuðu broccolini – Gulrótarsúpa með engifer og kókosrjóma

Hvernig ber ég mig að?

 • Læknisfræðileg endurhæfing

  Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

  Skoða nánar

 • Almenn heilsudvöl

  Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

  Skoða nánar

 • Námskeið og fræðsla

  Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

  Skoða nánar

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

European Spas Association

espa winner2015 heilsustofnun
stofnun arsins 2017