Félagið hefur frá stofnun unnið að fræðslu um manneldismál og heilbrigðismál.
Frá árinu 1955 hefur félagið starfrækt Heilsustofnun í Hveragerði.
Stofnun heilsuhælis var frá upphafi aðaláhugamál náttúrulækningamanna. Heilsuhælissjóður var stofnaður 19. mars 1944. Félagið keypti jörðina Gröf í Hrunamannahreppi fyrir væntanlegt heilsuhæli 20. nóvember 1946 og seldi þá um leið eignir sínar í Laugarási. Gröf var síðan seld þegar ákveðið var að reisa heilsuhæli í Hveragerði en það tók til starfa 24. júlí 1955.
Náttúrulækningafélag Íslands starfaði sem sjálfstætt félag fram til 15. nóvember 1949 en þá var á framhaldsaðalfundi félagsins ákveðið að breyta nafninu í Náttúrulækningafélag Reykjavíkur. Samhliða varð Náttúrulækningafélag Íslands að bandalagsfélagi milli náttúrulækningafélaga í landinu en samtökin halda landsþing sitt á tveggja ára fresti. Nú í dag eru starfandi Náttúrulækningafélag Reykjavíkur og Náttúrulækningafélag Akureyrar.
Hér má nálgast heimasíðu NLFÍ.