Læknisfræðileg endurhæfing

HVERNIG ER SÓTT UM DVÖL Á HEILSUSTOFNUN

VERÐLISTI SEM GILDIR FRÁ OG MEÐ 1. APRÍL 2024 FYRIR ENDURHÆFINGARDVÖL

HVAÐ BER AÐ MUNA FYRIR DVÖL

 

Meðferð í læknisfræðilegri endurhæfingu er að lágmarki fjórar vikur og er háð því skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl.

Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu. Með læknisfræðilegri endurhæfingu er átt við meðferðir þar sem saman fara félagslegar, læknisfræðilegar, sálfræðilegar og tæknilegar úrlausnir, sem miða að því að einstaklingurinn nái mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhaldi þeim þegar hann snýr heim. 

Mismunandi meðferðir eru í boði í endurhæfingu, eftir því hvað þarf að leggja áherslu á hjá viðkomandi einstaklingi.  

Hér er hægt að skoða verðlista sem gildir frá og með 1. apríl 2024.

Allar frekari upplýsingar eru veittar af innlagnaritara í síma 483 0300. Símatími innlagnafulltrúa er alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00.

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Læknisfræðilegar meðferðir

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli