Skilaboð vegna Covid-19   Nánari upplýsingar
 

Úrvinnsla áfalla með EMDR, listmeðferð og núvitund.

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags með Rósu Richter, sálfræðing og listmeðferðarfræðing.

Ert þú tilbúin/n að að bæta líðan þína og breyta skaðlegu hegðunarmynstri með því að skoða rót vandans, vinna úr áföllum og byggja upp nýja framtíðarsýn?

Lesa meira ...

Sjúkraþjálfarar óskast til starfa

Tvær stöður sjúkraþjálfara eru lausar til umsóknar. Starfshlutfall er 80% og 100%. Starfið er fjölbreytt, auk hefðbundinnar sjúkraþjálfunar felur það í sér kennslu í hóptímum, fræðslu, útigöngur og þátttöku í þverfaglegu teymisstarfi. 

Möguleiki er á húsnæði á staðnum og einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn, í Reykjavík. Viðkomandi þurfa að hafa íslenskt starfsleyfi, góða íslenskukunnáttu, góða samskiptahæfileika og faglegan metnað.

Nánari upplýsingar veita Aldís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Steina Ólafsdóttir yfirsjúkraþjálfari, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s. 483 0300.


Umsóknarfrestur er til 30. september. Umsóknir berist til Aldísar Eyjólfsdóttur mannauðsstjóra This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira ...

Hveragerðisbær og Þróunarfélag NLFÍ slhf. hafa samþykkt viljayfirlýsingu um að hefja viðræður með það að markmiði að ná samkomulagi um skipulagningu á svokölluðu Sólborgarsvæði sem liggur austan Varmár og að Þróunarfélagið fái heimild til uppbyggingar á landinu.

Lesa meira ...

Í gær var tilkynnt að Heilsustofnun er stofnun ársins í könnun Sameykis.

Heilsustofnun var efst í stærsta flokknum; Ríkisstofnanir og sjálfseignarstofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri með 4,32 í einkunn.

Þessi niðurstaða er afskaplega ánægjuleg fyrir okkur öll, - þetta er niðurstaða úr könnun meðal allra starfsmanna – þetta er ykkar sigur og mjög ánægjulegur fyrir okkur öll.

Lesa meira ...