Heilsufæði á Heilsustofnun

Boðið er upp á hágæða heilsufæði á Heilsustofnun. Sérstök áhersla er lögð á fæðu úr jurtaríkinu eins og til dæmis grænmeti, baunir, linsur,  heilkorn, og ávexti. Leitast við að nota eins lítið af salti, harðri fitu og sykri eins og mögulegt er. Fæðið inniheldur einnig fisk, egg og mjólkurvörur. Kjöt er ekki á matseðlinum en boðið er upp á fiskrétt tvisvar í viku. Auk þess er lýsi í boði og gott aðgengi að drykkjarvatni.

Það er stefna Heilsustofnunar að hafa sem minnst af unnum matvælum. Við veljum okkar hráefni mjög vandlega og allur matur er eldaður frá grunni á staðnum. Hluti af grænmetinu og öðrum matjurtum sem boðið er upp á er lífrænt ræktað í eigin gróðurhúsum. Gróðurhúsin og allt landsvæði Heilsustofnunar er yfirlýst svæði án erfðabreyttra lífvera. Brauð er bakað á staðnum úr heilhveiti og byggmjöli.

Áhersla er lögð á fjölbreytni í fæðuvali og litið er á matinn sem hluta af fræðslu og meðferð gestanna. Hægt er að fá ráðgjöf næringarfræðings á meðan dvöl stendur. Boðið upp á orkubætt fæði og næringardrykki fyir þá gesti sem á því þurfa að halda. Þeir sem þurfa á sérfæði að halda fá ráðgjöf hjá næringarfræðingi.

Sérstaða Heilsustofnunnar 

  • Boðið er upp á heilsufæði alla daga. Litið er á matinn sem þátt í fræðslu og meðferð.
  • Það er stefna Heilsustofnunnar að matur sé matreiddur frá grunni á staðnum og áhersla er lögð á að velja hráefni vandlega út frá ferskleika, gæðum og sem mest án aukaefna.
  • Sérstök áhersla er lögð á grófmeti úr jurtaríkinu, til dæmis baunir, hýðishrísgrjón, ýmis konar heilt korn, grófmalað mjöl ásamt grænmeti og ávöxtum.
  • Alla daga er í boði sykurlaust meðlæti í tetíma.
  • Grænmeti, kryddjurtir og annað sem ræktað er á staðnum er lífrænt ræktað. Við innkaup á matvælum er lögð áhersla á að velja íslenska framleiðslu.
  • Kjöt er ekki á matseðli.
  • Boðið er upp á te í úrvali m.a. te hússins sem er gert úr íslenskum jurtum, sem tíndar eru af starfsmönnum stofnunarinnar í íslenskri náttúru. Eingöngu er boðið upp á kaffi á morgnana.

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli