Í þriðja sinn í röð varð Heilsustofnun efst í sínum flokki í kjöri á “Stofnun Ársins” – Flokkur sjálfseignarstofnana og fyrirtækja í almannaþjónustu.

Niðurstöður voru kynntar þann 15. febrúar s.l. vettvangi Sameyki, stéttarfélags í almannaþjónustu, í kjölfar málþings um mannauðsmál þar sem yfirskriftin var “Velsæld á vinnustað”

 

stofnun arsins 2023Í könnuninni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsfólks á vinnustöðum.

Sérstakur listi er fyrir sjálfseignarstofnanir og fyrirtæki, líkt og fyrir ári. Alls náðu sjö stofnanir eða fyrirtæki  þátttökuskilyrðum. Efst á lista meðal sjálfseignastofnanna og fyrirtækja árið 2023 varð Heilsustofnunin NLFÍ, líkt og í fyrra, en stofnunin hefur verið ofarlega á lista árum saman.

Hér má nálgast lista yfir þessa sjö vinnustaði.

Sameyki óskar starfsfólki og stjórnendum HNLFÍ innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.