Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings undir heitinu „Þarmar með sjarma!“ á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 1 þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 20:00

Reynt verður að svara eftirfarandi spurningum:

  • Eru þarmar með sjarma?
  • Er fæði frummannsins betra fyrir þarmana?
  • Eru þarmar matvandir?
  • Byrjar og endar heilsa okkar í þörmunum?
  • Eru tengsl milli þarma og ADHD?
  • Hefur sykurneysla áhrif á þarma?

Laugardaginn 28. nóvember verður haldinn þögull dagur og gefst öllum sem hafa komið á gjörhyglinámskeið (4 vikna og 8 vikna námskeið) tækifæri til að taka þátt þennan dag.

Við byrjum klukkan 10.00 og endum kl 16.00. Dagurinn er þögull og  þögnin byrjar þegar við komum í hús og verður rofin undir lok dagskrárinnar þar sem tími gefst til að ræða upplifunina. Á meðan þögnin stendur yfir horfum við ekki hvort á annað og notum tímann til að vera ein með sjálfum okkur.
Bridget Ýr (Bee) mun leiða okkur í notalega stund og samveru í þögn allan tímann. Hreyfing - hugleiðsla, bæði sitjandi og liggjandi er hluti af dagskrá.

Nú líður að jólum og við vekjum athygli á því að sundlaugin verður lokuð fyrir almenning frá 18. desember til sunnudagsins 3. janúar 2016. Unnið er að lagfæringum í baðklefum og verða komin ný gólfefni á nýju ári!

Heilsustofnun lokar kl. 16:00 miðvikudaginn 23. desember og opnar aftur sunnudaginn 3. janúar 2016.

Starfsfólk óskar dvalargestum og velunnurum gleðilegra jóla og góðrar heilsu á nýju ári.

Í dag er afmælisdagur Jónasar Kristjánssonar læknis og frumkvöðuls, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands (1937) og Heilsustofnunar í Hveragerði (1955). Jónas Kristjánsson, læknir, fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870 og lést í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 3. apríl 1960. 

Hér má lesa nánar um ævi Jónasar. Ásamt því að fjölda greina eftir Jónas má finna á heimasíðu NLFÍ.

 

Hjólahópur Heilsustofnunar óskar eftir stuðningi í hringferð um landið með WOW Cyclothon - www.wowcyclothon.is
10 manna hópur frá Heilsustofnun mun taka þátt í WOW Cyclothon keppni sem verður haldin 23. - 26. júní nk. og mun hópurinn mun hjóla hringinn í kringum landið og er tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi okkar í Hveragerði auk þess sem safnað er áheitum fyrir gott málefni (Geðsvið Landspítala).

Sunnudaginn 28. júní var haldin afmælishátíð í tilefni 60 ára afmæli Heilsustofnunar. Um 700 manns heimsóttu "Heilsuhælið" og við skulum öll muna að við Berum ábyrgð á eigin heilsu. 

Við þökkum öllum fyrir frábæran dag saman og smellum hér inn myndum sem teknar voru af tilefninu.

Erna Indriðadóttir skrifar hér um líf og starf Jónasar, sögu hans og stofnun Heilsustofnunar NLFÍ. Fyrirsögnin ber heitið "Hundrað árum á undan sinni samtíð".

Hér er rakin saga Heilsustofnunar allt frá því að að Jónas Kristjánsson stofnaði hæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði fyrir 60 árum og trúði því að hreyfing og hollt mataræði væru undirstaða betra lífs. Við þökkum Ernu fyrir góða grein og þá athygli á okkar starfi. Greinin birtist á vefnum Lifðu núna og má lesa um hana hér. Lesa greinina.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar