Hjólahópur Heilsustofnunar óskar eftir stuðningi í hringferð um landið með WOW Cyclothon - www.wowcyclothon.is
10 manna hópur frá Heilsustofnun mun taka þátt í WOW Cyclothon keppni sem verður haldin 23. - 26. júní nk. og mun hópurinn mun hjóla hringinn í kringum landið og er tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi okkar í Hveragerði auk þess sem safnað er áheitum fyrir gott málefni (Geðsvið Landspítala).


Við óskum eftir stuðningi ykkar við þessa ferð sem mun taka allt að þrjá sólarhringa en hópurinn ferðast saman í einum langferðabíl og verður hjólað til skiptis á fullri ferð alla leiðina.

Tillaga að styrk í þetta skemmtilega verkefni:

  • Logo á langferðarbíl/kerru og auglýsing á heimasíðu 50.000 kr.
  • Logo á langferðarbíl/kerru 35.000 kr.
  • Þakkarkveðja á heimasíðu og Facebook 15.000 kr.
  • Einnig má styrkja hópinn með öðrum hætti, ýmislegt kemur til greina, s.s. matur, drykkir o.þ.h. sem hentar í svona ferð

Styrktaraðilar geta haft samband í síma 483 0300 eða i netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bankaupplýsingar: 314-26-3410 - Kt. 480269-6919.