Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Grein eftir Margréti Arnljótsdóttur

Hér má finna grein eftir Margréti Arnljótsdóttur sem er sérfræðingur í klínískri sálfræði, sjálfstætt starfandi sálfræðingur og starfar jafnframt á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar eru Andri S. Björnsson, Guðfinna Eydal og Katrín Kristjánsdóttir.

Af sál er gefin út til heiðurs Álfheiði Steinþórsdóttur sálfræðingi á sjötugs afmæli hennar. Í bókinni má finna fjölda greina eftir samstarfsfólk Álfheiðar, vini hennar og fjölskyldu. Efni þeirra er af ýmsum toga. Sumar fjalla greinarnar um Álfheiði sjálfa og lífshlaup hennar. Aðrar taka á mörgum þeim hugðarefnum sem henni hafa verið hugleikin á langri starfsævi svo sem sálrænni meðferð, þroska einstaklingsins og hinu fjölbreytta starfi sálfræðinga á ýmsum sviðum þjóðlífsins.

Álfheiður er frumkvöðull á sviði sálfræði hér á landi. Hún hóf störf á Kleppi, vann um árabil hjá Félagsmálastofnun og stofnaði síðar Sálfræðistöðina ásamt Guðfinnu Eydal. Hún hefur alla tíð sinnt sálrænni meðferð og handleiðslu. Þær Guðfinna hafa enn fremur haldið ótal námskeið og ritað í sameiningu bækur um fræðasvið sitt. Álfheiður er fyrsti handhafi heiðursverðlauna Sálfræðingafélags Íslands.

„Hvað ef þú þarft ekki að breytast?“ - Margrét Arnljótsdóttir (2016) - Um reynslu af gjörhyglinámskeiðum - Hægt er að lesa greinina.

Grasaferð í þágu Heilsustofnunar NLFÍ

Fimmtudaginn 7. júlí n.k. verður farin grasaferð til að safna jurtum fyrir heilsute Heilsustofnunar. Grasaferðin verður í göngufæri við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Leiðbeinandi er garðyrkjustjóri Heilsustofnunar, Jónas V. Grétarsson.

Námskeið fyrir bændur og annað áhugafólk um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit, vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða.

  • Reykjavík, föstudaginn 6. maí 2016, kl. 11.00-16.00, Þarabakka 3 (3.h.), 109
  • Reykjavík (í Mjóddinni; næg bílastæði t.d. nærri Breiðholtskirkju).
  • Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í námskeiðinu er prentað fræðsluefni, allar glærur og eintak af Reglum Túns um lífræna framleiðslu, auk veitinga.

Tilkynningar um þátttöku skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5. maí.

Nánari upplýsingar veita Ólafur Dýrmundsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og Gunnar Á. Gunnarsson (s. 511 1330 & 820 4130).

Lífræna akademían er samstarfsvettvangur þriggja fag- og hagsmunaaðila á sviði lífrænnar framleiðslu:

Bændasamtök Íslands, Verndun og ræktun og VOR Vottunarstofan Tún ehf.

Samkennd - að styrkja sig innan frá

Námskeiði er lokið

Compassionate mind training - Næsta námskeið verður haldið 13 - 20. mars 2016.

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efl þann styrk sem býr innra með okkur öllum.
Á námskeiðinu er tvinnað saman gjörhygli og samkennd, byggt er á þekkingu á því hvernig hugurinn hefur þróast og hvernig hann starfar. Þetta er ný meðferðarleið sem þegar hefur verið sýnt fram á að geti hjálpað okkur við að fást við streitu, sjálfsgagnrýni og erfiar tilfiningar eins og sektarkennd, skömm, reiði, kvíða og depurð.

Heilsustofnun hefur lengi haldið fram skaðsemi viðbætta sykursins. Alltaf eru að koma fram betri sannanir fyrir skaðsemi sykursins. Er nú svo komið að stór hluti þeirra matvara sem við neytum er uppfullur af sykri. 

Nýlega kom út bókin „Fat change“ eftir prófessor Robert Lustig en hann heldur því fram að sykur hinn mesti skaðvaldur í fæði okkar. Hann gengur mjög hart fram um ógnina sem okkur stafar af mikilli sykurneyslu. Bók hans fjallar um hinn falda sannleik um sykur, offitu og lífsstílssjúkdóma.

Hér má nálgast umfjöllum um þessa bók:
http://ruv.is/heilbrigdismal/sykur-jafn-mikil-heilbrigdisogn-og-tobak

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings undir heitinu „Þarmar með sjarma!“ á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 1 þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 20:00

Reynt verður að svara eftirfarandi spurningum:

  • Eru þarmar með sjarma?
  • Er fæði frummannsins betra fyrir þarmana?
  • Eru þarmar matvandir?
  • Byrjar og endar heilsa okkar í þörmunum?
  • Eru tengsl milli þarma og ADHD?
  • Hefur sykurneysla áhrif á þarma?

Laugardaginn 28. nóvember verður haldinn þögull dagur og gefst öllum sem hafa komið á gjörhyglinámskeið (4 vikna og 8 vikna námskeið) tækifæri til að taka þátt þennan dag.

Við byrjum klukkan 10.00 og endum kl 16.00. Dagurinn er þögull og  þögnin byrjar þegar við komum í hús og verður rofin undir lok dagskrárinnar þar sem tími gefst til að ræða upplifunina. Á meðan þögnin stendur yfir horfum við ekki hvort á annað og notum tímann til að vera ein með sjálfum okkur.
Bridget Ýr (Bee) mun leiða okkur í notalega stund og samveru í þögn allan tímann. Hreyfing - hugleiðsla, bæði sitjandi og liggjandi er hluti af dagskrá.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar