Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Nemar í sjúkraþjálfun og íþróttafræði við University of Vermont dvöldu á Heilsustofnun í mars 2016. Á meðan á dvölinni stóð gerðu þau könnun á áhrifum þess að liggja í heitum vatnsböðum í 15 mín fyrir hreyfingu. Mæld voru áhrif á blóðþrýsting, púls og öndunartíðni sem og hreyfigetu. Niðurstöðurnar voru þær að eftir að legið í heitu vatni í 15 mínútur bregst líkaminn við í blóðþrýstingi og eins og eftir upphitun fyrir æfingar væri að ræða, en hefur ekki áhrif á hreyfigetu.

Þessar niðurstöður geta komið sér mjög vel þegar um er að ræða einstaklinga með td slitgigt, þar sem verkir geta hamlað mikilli hreyfingu. Þessir einstaklingar geta þá "hitað upp" í heitu vatni, og nýtt hreyfifærnina í aktívri hreyfingu.

Við erum stolt af starfseminni hjá Heilsustofnun og fögnum því að vera í 5.sæti í Fyrirmyndarstofnun ársins 2017

Í flokki stærstu stofnana eru fimm fyrirmyndarstofnanir. Þær eru auk Reykjalundar, Ríkisskattstjóri (sem sigraði fyrir ári), Fjölbrautaskóli Suðurnesja (sem var í öðru sæti í fyrra), Vínbúðirnar (ÁTVR) (sem voru í fjórða sæti í fyrra) og Heilsustofnun NLFÍ (sem var í sjöunda sæti fyrir ári).

Fimm efstu sætin skipa:

  1. Reykjalundur
  2. Ríkisskattstjóri
  3. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
  4. Vínbúðirnar (ÁTVR)
  5. Heilsustofnun NLFÍ *

Hér má sjá bækling frá SFR um stofnanir ársins 2017

 

Heilsustofnun í Hveragerði sigraði í sínum flokki “Innovative Health Spa Program” þegar nýsköpunarverðlaun ESPA, Evrópsku Heilsulindasamtakanna voru veitt við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Róm 11. maí sl.  

Árlega eru veitt verðlaun til aðila innan samtakanna sem skara framúr og er þetta í þriðja sinn sem Heilsustofnun fær nýsköpunarverðlaun.

Grein eftir Margréti Arnljótsdóttur

Hér má finna grein eftir Margréti Arnljótsdóttur sem er sérfræðingur í klínískri sálfræði, sjálfstætt starfandi sálfræðingur og starfar jafnframt á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.

Ritstjóri/ar/Höfundur/ar eru Andri S. Björnsson, Guðfinna Eydal og Katrín Kristjánsdóttir.

Af sál er gefin út til heiðurs Álfheiði Steinþórsdóttur sálfræðingi á sjötugs afmæli hennar. Í bókinni má finna fjölda greina eftir samstarfsfólk Álfheiðar, vini hennar og fjölskyldu. Efni þeirra er af ýmsum toga. Sumar fjalla greinarnar um Álfheiði sjálfa og lífshlaup hennar. Aðrar taka á mörgum þeim hugðarefnum sem henni hafa verið hugleikin á langri starfsævi svo sem sálrænni meðferð, þroska einstaklingsins og hinu fjölbreytta starfi sálfræðinga á ýmsum sviðum þjóðlífsins.

Álfheiður er frumkvöðull á sviði sálfræði hér á landi. Hún hóf störf á Kleppi, vann um árabil hjá Félagsmálastofnun og stofnaði síðar Sálfræðistöðina ásamt Guðfinnu Eydal. Hún hefur alla tíð sinnt sálrænni meðferð og handleiðslu. Þær Guðfinna hafa enn fremur haldið ótal námskeið og ritað í sameiningu bækur um fræðasvið sitt. Álfheiður er fyrsti handhafi heiðursverðlauna Sálfræðingafélags Íslands.

„Hvað ef þú þarft ekki að breytast?“ - Margrét Arnljótsdóttir (2016) - Um reynslu af gjörhyglinámskeiðum - Hægt er að lesa greinina.

Grasaferð í þágu Heilsustofnunar NLFÍ

Fimmtudaginn 7. júlí n.k. verður farin grasaferð til að safna jurtum fyrir heilsute Heilsustofnunar. Grasaferðin verður í göngufæri við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Leiðbeinandi er garðyrkjustjóri Heilsustofnunar, Jónas V. Grétarsson.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar