Þórir Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Heilsustofnunar í Hveragerði frá 1. nóvember nk.
Þórir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands að mennt og hefur víðtæka þekkingu af heilbrigðisþjónustu og fyrirtækjarekstri. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu sem lögmaður og framkvæmdastjóri rekstrar.
Hann var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 1995 - 2001 og hefur einnig setið í ýmsum stjórnum og nefndum þar á meðal í stjórn Heilsustofnunar um árabil.
Fræðslunefnd NLFÍ efnir til málþings á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, þingsalur 2, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 19:30.
Laus er 100% staða íþróttakennara við Heilsustofnun í Hveragerði. Fjölbreytt og skemmtilegt starf á góðum vinnustað.
Hæfniskröfur:
Opna Heilsumótið 18. júní á Gufudalsvelli í Hveragerði - Hjóna/parakeppni fyrir 20 ára og eldri.
Leikform: Betri bolti, punktar, betra punkta skorið á holu telur.
Verðlaun:
Þekkt er að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og fer öldruðum fjölgandi og væntanlega mun þessi þróun halda áfram næstu árin og áratugi.
Þótt margir eldist á heilbrigðan hátt þá komumst við ekki hjá aldurstengdum breytingum sem hafa mismikil áhrif á heilsuna okkar. Einnig fjölgar þeim sem eldast ekki eins og best verður á kosið.
Hveragerðisbær og Þróunarfélag NLFÍ slhf. hafa samþykkt viljayfirlýsingu um að hefja viðræður með það að markmiði að ná samkomulagi um skipulagningu á svokölluðu Sólborgarsvæði sem liggur austan Varmár og að Þróunarfélagið fái heimild til uppbyggingar á landinu.