Fræðslunefnd NLFÍ efnir til málþings á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, þingsalur 2, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 kl. 19:30.
- Hvaða jákvæðu áhrif hafa köld böð á heilsufar?
- Eru köld böð áhættusöm og hvað ber að varast?
- Geta köld böð styrkt æðakerfið, minnkað bólgur og dregið úr streitu?
- Eru köld böð og sjósund fyrir alla ?
Frummælendur:
Sjórinn er skelfilega góður
Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor og yfirlæknir ónæmisfræðideildar LSH
Hættu að væla komdu að kæla
Andri Iceland, Vilhjálmur Andri Einarsson heilsu- og lífsleikniþjálfari
Sjórinn læknar allt
Erna Héðinsdóttir kennari, lýðheilsufræðingur og markþjálfi
Fundarstjóri:
Margrét Grímsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun í Hveragerði
Öll velkomin.
Aðgangseyrir 3.000 kr. Frítt fyrir félagsmenn
Hér að neðan má sjá upptöku af málþinginu