Tilkynning um ráðstafanir vegna COVID-19
13. apríl 2022
Frá og með 1. apríl er grímuskylda lögð niður á Heilsustofnun. Áfram er þeim sem ekki hafa fengið Covid-19, óbólusettum og þeim sem hafa alvarlega undirliggjandi sjúkdóma ráðlagt að bera grímur innanhúss. Áhersla er lögð á persónubundnar sóttvarnir fyrir alla og skylda er að spritta hendur fyrir aðgang að hlaðborði og tækjasal. Einnig þarf að gæta sín á öllum sameiginlegum snertiflötum t.d. hurðarhúnum, dagblöðum og spilum.
Dvalargestir geta nú fengið til sín tvo heimsóknargesti sem einnig mega koma í matsalinn og borða frá og með 14/4, gegn gjaldi. Áfram er Heilsustofnun að mestu lokuð almenningi og enginn fær að koma hingað inn ef einhver flensulík einkenni eða önnur smitandi veikindi eru til staðar.
Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir einhverjum einkennum sem gætu verið Covid-19. Viðkomandi fer þá strax í hraðpróf hjá okkur. Dvalargestir með smitandi veikindi mega ekki taka þátt í neinum tímum og stendur til boða að fara heim á meðan veikindin ganga yfir eða fresta dvöl.
Með von um árangursríka endurhæfingardvöl.
Framkvæmdastjórn Heilsustofnunar