Heilsustofnun er lokuð fyrir almenning vegna kórónuveirufaraldursins.   Nánari upplýsingar
 

Heilsustofnun er lokuð almenningi vegna kórónuveirufaraldursins. Full endurhæfingarstarfsemi er á stofnuninni en aðeins færri í húsi en venja er. Enginn fær að koma inn á stofnunina sem verið hefur erlendis sl 14 daga, í návígi við sýktan einstakling eða með einkenni sem bent geta til COVID-19 og gildir það fyrir dvalargesti og starfsfólk. Stofnunin er alveg lokuð fyrir alla aðra en dvalargesti sem koma til endurhæfingar.

 

Allir þurfa að gæta sérstaklega vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum, góðum handþvotti, sprittun og 1-2ja metra fjarlægð. Vel er hugað að sótthreinsandi þrifum á stofnuninni og sérstaklega hvað varðar almenna snertifleti. Grímuskylda er nú innandyra bæði hjá dvalargestum og starfsfólki. Þetta gildir í almenningsrýmum, viðtölum og einkameðferðum. Skammtað er í matsal.

Sprittstandar-og brúsar eru víða um húsið. Dvalargestir þurfa alltaf að spritta hendur áður en farið er í matsal og tækjasal og einnig á eftir. Þeir fá úthlutað handklæði til að leggja á dýnur í leikfimi og teppi til að nota í hita-og slökunarmeðferðum. Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir flensulíkum einkennum. Ef minnsti grunur er um COVID-19 fer viðkomandi í sýnatöku og er beðinn um að bíða svars heima ef kostur er.

Vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu undanfarið þurfum við tímabundið að herða varúðarráðstafanir á stofnuninni og því eru gestakomur ekki heimilar nema í algjörum undantekningartilfellum. Sömuleiðis þurfa dvalargestir nú að halda kyrru fyrir á stofnuninni og sleppa heimferðum og ferðum á veitingastaði og/eða í búðir.