Baðhúsið er lokað fyrir almenning
Baðhúsið Kjarnalundur er lokað almenningi en Matstofa Jónasar er opin frá 12:15 til 12:45 fyrir almenning.
Baðhúsið Kjarnalundur er lokað almenningi en Matstofa Jónasar er opin frá 12:15 til 12:45 fyrir almenning.
Á Heilsustofnun fer fram mikil og öflug heilsuefling þar sem hópur fagfólks vinnur að því að efla heilsu dvalargesta í friðsælu umhverfi Heilustofnunar í Hveragerði.
Meðferð í læknisfræðilegri endurhæfingu er að lágmarki fjórar vikur og er háð því skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl.
Símatími fyrir innlagnir er kl.10 - 12 á virkum dögum.
Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin, samkvæmt keppnislýsingu þessari og gildandi samkeppnisreglum AÍ.
1. nóvember 2019
Í dag var undirritaður samningur milli Náttúrulækningafélags Íslands og Sagafilm um gerð heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson lækni, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands og síðar Heilsustofnunar í Hveragerði. Unnið hefur verið að undirbúningi myndarinnar um nokkurra ára skeið. Í heimildarmyndinni verða gerð skil á æviskeiði Jónasar, læknisstörfum á Héraði, þar sem hann hóf feril sinn, og í Skagafirði þar sem hann var héraðslæknir á árunum 1911-1938 en þar var Náttúrulækningafélagið stofnað á Hótel Tindastóli árið 1937.