11. október 2022

Covid- 19 smitum hefur fækkað verulega í samfélaginu en engu að síður höfum við varann á hér á Heilsustofnun og biðjum fólk um að koma ekki hingað inn ef einhver flensu- eða önnur sýkingareinkenni eru til staðar. Vel er hugað að sótthreinsandi þrifum og sprittbrúsar eru víða um hús. Allir þurfa að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, handþvotti og sprittun og er grímunotkun valkvæð.

Dvalargestir sem veikjast eða fá flensulík einkenni eru beðnir um að hafa strax samband við hjúkrunarvakt.

Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing til afleysinga frá 1. september í eitt ár. Um er að ræða í 85% starfshlutfall í vaktavinnu. Möguleiki er á starfsmannaíbúð á staðnum.

Hæfniskröfur:

  • Jákvætt viðhorf og góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

Nánari upplýsingar gefur Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í netfangi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.​

Hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu á landi NLFÍ í Hveragerði – úrslit kynnt föstudaginn 3. júlí  kl. 15:00

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efndi í janúar 2020  til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin. Leitast var eftir tillögum að heildarskipulagi sem innifelur m.a. endurnýjun á núverandi húsnæði Heilsustofnunar í áföngum, að hluta til eða öllu leyti. Dómnefndarfulltrúar voru tilnefndir af verkkaupa og Arkitektafélagi Íslands og hófust dómstörf í júní 2020 eftir að skilafresti tillagna lauk.