Takmarkaður aðgangur almennings að Heilsustofnun   Nánari upplýsingar
 

  1. desember 2021

Hertar sóttvarnarreglur

Framkvæmdastjórn Heilsustofnunar hefur á fundi sínum í dag ákveðið að gera allt sem hægt er til að halda starfsemi okkar gangandi þrátt fyrir gífurlegan fjölda kórónuveirusmita í þjóðfélaginu.

Vegna þessa þarf enn að herða sóttvarnir hjá okkur þegar við opnum 2/1 ´22 eftir jólafrí:

  • Dvalargestir þurfa að sýna neikvætt Covid-próf við komu og fara í endurtekin hraðpróf við minnstu einkenni. Sama gildir um starfsfólk.
  • Skilyrðislaus grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa 2 metra fjarlægðarmörk og einnig þar sem fólk er samankomið í litlum rýmum t.d. í setustofum, hjúkrunarvakt og læknastofu.
  • Gæta skal að fjarlægðarmörkum í matsal og biðjum við dvalargesti að dreifa viðveru yfir opnunartíma matsalarins. Einnig biðjum við dvalargesti að staldra eins stutt við í matsal og hægt er.
  • Skammtað verður í matsal.
  • Lokað er fyrir almenning og heimsóknir eru ekki leyfðar né ferðir dvalargesta út af stofnuninni nema í sérstökum tilfellum og þá í samráði við hjúkrunarvakt.
  • Hefðbundið félagslíf (t.d. kvöldvökur) dvalargesta verður takmarkað.

Markmiðið með þessum aðgerðum er að kom í veg fyrir að smit geti dreifst innan stofnunarinnar og að við getum viðhaft fulla þjónustu fyrir dvalargesti okkar.

Við munum endurskoða þessar ráðstafanir reglulega.

Dvalargestir sem kjósa að fresta dvöl við þessar aðstæður þurfa að hafa samband við innlagnarritara.

Með ósk um árangursríka endurhæfingardvöl,

Framkvæmdastjórn Heilsustofnunar