Heilsustofnun er lokuð fyrir almenning vegna kórónuveirufaraldursins.   Nánari upplýsingar
 

12. maí 2021

Heilsustofnun er í dag með takmarkaðan aðgang almennings vegna kórónuveirufaraldursins. Full endurhæfingarstarfsemi er hinsvegar hér í gangi. Við biðjum alla, starfsfólk og dvalargesti, að fara sérlega varlega í allri umgengni og ekki koma inn á stofnunina ef þeir eru með einhver flensulík einkenni, hita, slappleika eða hósta.

Allir þurfa hér að gæta sérstaklega vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum, góðum handþvotti, sprittun og 1-2 metra fjarlægð. Við heilsumst með brosi en ekki handabandi. Vel er hugað að sótthreinsandi þrifum á stofnuninni og sérstaklega hvað varðar almenna snertifleti.  Sprittstandar og -brúsar eru víða um húsið.

Allir starfsmenn Heilsustofnunar eru nú fullbólusettir COVID-19 og flestir dvalargestir sömuleiðis. Væntanlegum dvalargestum er eindregið ráðlagt að reyna að fá bólusetningu fyrir komu sé þess kostur.

Dvalargestir þurfa alltaf að spritta hendur áður en farið er í matsal og tækjasal og einnig á eftir.  Dvalargestum er úthlutað handklæði til að leggja á dýnur í leikfimi og teppi til að nota í hita-og slökunarmeðferðum.

Við hvetjum dvalargesti til að fara sem minnst út af stofnuninni og heimsóknir eru takmarkaðar og aðeins í samráði við hjúkrunarvakt.

Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir flensulíkum einkennum. Ef minnsti grunur er um COVID-19 fer viðkomandi í sýnatöku og er beðinn um að bíða svars heima ef kostur er. Dvalargestir með önnur smitandi veikindi t.d. hita og hósta, mega ekki taka þátt í neinum tímum eða meðferðum meðan á veikindum stendur. Þeim stendur til boða að fara heim og fresta dvöl meðan á veikindum stendur.

Þess ber að geta að á því rúma ári sem liðið er frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ekkert smit borist inn á stofnunina og þannig viljum við hafa það áfram!