Takmarkaður aðgangur almennings að Heilsustofnun   Nánari upplýsingar
 

15. september 2021

Staðan er óbreytt á Heilustofnun og engin smit hafa verið greind frá því að upp kom smit hjá tveimur einstaklingum þann 8. september sl. Nú er verið að létta á grímuskyldu en enn er Heilsustofnun að mestu lokuð almenningi.

8. september 2021

Heilustofnun er í dag að mestu lokuð almenningi. Full endurhæfingarstarfsemi er hinsvegar hér í gangi. Við biðjum alla, starfsfólk, dvalargesti og aðra gesti að fara sérlega varlega í allri umgengni og ekki koma inn á stofnunina ef þeir eru með einhver flensulík einkenni, hita, slappleika eða hósta.

Væntanlegir dvalargestir þurfa að vera fullbólusettir áður en þeir koma í dvöl. Allir starfsmenn okkar eru bólusettir.

Grímuskylda er nú í húsinu. Allir þurfa að gæta sérstaklega vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Sprittstandar og –brúsar eru víða um húsið og vel er hugað að sótthreinsandi þrifum.

Við biðjum dvalargesti um að halda kyrru fyrir á stofnuninni eins og kostur er. Heimsóknir eru einungis leyfðar í sérstökum tilfellum. Matsalur er lokaður fyrir utanaðkomandi gesti.

Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvaktina hjá okkur strax vita ef þeir veikjast. Ef minnsti grunur er um Covid-19 fer viðkomandi í sýnatöku og er í sóttkví þangað til svar berst. Dvalargestir með önnur smitandi veikindi, svo sem hita eða hósta, mega ekki taka þátt í neinum tímum eða meðferðum meðan á veikindum stendur. Þeim stendur til boða að fara heim og fresta dvöl.

 

8. september 2021

Smit greindist á Heilsustofnun í Hveragerði

Smit greindist í gær (7.sept) hjá tveimur starfsmönnum á Heilsustofnun í Hveragerði. Viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar og endurhæfingarstarf heldur áfram. Átta skjólstæðingar og fimm starfsmenn eru komnir í sóttkví og er enginn af þeim með einkenni.

 

20. ágúst 2021

Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu. Það verkefni gekk vel og enduhæfingarstarf hófst aftur í gær, fimmtudaginn 19. ágúst. 52 eru nú í sóttkví vegna þess.

Tilkynning barst í morgun frá smitrakningateymi ríkislögreglustjóra um annað smit sem er óskylt hinu fyrra. Unnið er að smitrakningu en ekki er talin þörf á að gera hlé á starfseminni. Um er að ræða einstakling sem kom til dvalar sl. mánudag en fór af staðnum daginn eftir.  Þrír starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví vegna þess.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum:

Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar s.664-1890 (og í Cc-mail)

 

Eldri tilkynning

19. ágúst 2021

Eftir tveggja daga meðferðarhlé er endurhæfingarstarfsemi komin aftur í gang. 

Heilsustofnun er að mestu lokuð almenningi vegna kórónuveirufaraldursins. Við biðjum alla, starfsfólk, dvalargesti og aðra gesti að fara sérlega varlega í allri umgengni og ekki koma inn á stofnunina ef þeir eru með einhver flensulík einkenni, hita, slappleika eða hósta.

Allir starfsmenn okkar eru fullbólusettir. Allir dvalargestir þurfa að vera fullbólusettir fyrir komu og við biðlum til dvalargesta að fá ekki heimsóknir og fara sem minnst út af stofnuninni.

Allir þurfa hér að gæta sérstaklega vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum, góðum handþvotti, sprittun og 1 metra fjarlægð. Vel er hugað að sótthreinsandi þrifum á stofnuninni og sérstaklega hvað varðar almenna snertifleti.  Sprittstandar og -brúsar eru víða um húsið.

Grímuskylda er þar sem ekki er hægt að virða 1 metra fjarlægðarmörk svo og hjá fólki með öndunarfæraeinkenni t.d. hósta af hvaða orsökum sem er. Fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma ætti að bera grímur.

Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir flensulíkum einkennum. Ef minnsti grunur er um COVID-19 fer viðkomandi í sýnatöku og er beðinn um að bíða svars heima ef kostur er. Dvalargestir með önnur smitandi veikindi, svo sem hita eða hósta, mega ekki taka þátt í neinum tímum eða meðferðum meðan á veikindum stendur. Þeim stendur til boða að fara heim og fresta dvöl.

Framkvæmdastjórn