Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Námskeið 5.-9. nóvember – frá miðvikudegi til sunnudags - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Leiðir til jafnvægis

Markmið námskeiðsins er finna og efla eigin styrk til að takast á við og vinna úr einkennum áfalla
og langvinnrar streitu.
Unnið er með taugakerfið með fræðslu, hugleiðslu, jóga nidra djúpslökun, áfallajóga, náttúrugöngu í núvitund, slökun í
vatni og samtali.


Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að læra að takast á við einkenni áfalla og streitu, finna leiðir og fá ýmis
verkfæri til að auka vellíðan í daglegu lífi.
Fræðsla:
• Hvað gerist í taugakerfinu við áföll og streitu?
• Leiðir til að auka seiglu
• Hugleiðsla og áfallajóga
• Djúpslökun með jóga nidra og slökun í vatni
• Núvitund í náttúrunni
• Einstaklingsviðtöl í lok námskeiðs
Innifalið í verði er gisting, ljúffengur og hollur matur,
aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt.


Umsjón:
Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi
Sigrún Sigurðardóttir, doktor í hjúkrunarfræði
Skráning: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Sími: 483 0300


Gisting í fjórar nætur
Verð fyrir einn í einbýli 145.000 kr.
Verð fyrir tvo í tvíbýli (á mann) 120.000 kr.
5% afsláttur fyrir félagsmenn NLFR og NLFA

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar