Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Sigrún Vala Björnsdóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum föstudaginn 3. febrúar 2017.

Ritgerðin ber heitið: Þrálátir stoðkerfisverkir – Algengi, áhrif og þverfræðileg úrræði á Íslandi. Chronic Musculoskeletal Pain – Prevalence, impact and multidisciplinary treatment in Iceland.

Andmælendur: dr. Dave Walton, dósent í sjúkraþjálfun við Western University í Kanada, og dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Auk hennar sátu í doktorsnefnd dr. Vilhjálmur Rafnsson, prófessor emeritus við Læknadeild Háskóla Íslands, dr. Jan Triebel, aðstoðaryfirlæknir við City Hospital í Zürich, og dr. Patricia Solomon, prófessor við McMaster University .
Engilbert Sigurðsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar Háskóla Íslands, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 13.00.

Ágrip af rannsókn

Þrálátir stoðkerfisverkir eru algengt vandamál um allan heim og hafa veruleg áhrif á samfélög. Markmið rannsóknanna var að meta algengi þrálátra stoðkerfisverkja á Íslandi og hugsanleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Einnig að meta hugsanleg áhrif fjögurra vikna hefðbundinnar þverfræðilegrar verkjameðferðar (TMP) og svipaðs meðferðarúrræðis að viðbættri taugafræðilegri sjúklingafræðslu og gjörhygli (NEM) á heilsutengd lífsgæði og magn verkja, meðal kvenna sem upplifa þráláta stoðkerfisverki.
Við rannsóknirnar, sem birtast í fjórum greinum, voru notaðir tveir gagnagrunnar. Annars vegar lýðgrundað slembiúrtak 5.906 Íslendinga til að meta algengi þrálátra stoðkerfisverkja á Íslandi og tengsl þeirra við ýmsa heilsufarslega þætti. Hins vegar voru notuð gögn frá íslenskri endurhæfingarstofnun, Heilsustofnun NLFÍ. Í TMP-meðferðinni tóku þátt 122 konur (2001-2005), 90 konur í NEM-meðferðinni (2006-2009) og 57 konur mynduðu biðlistahóp (2008). Heilsutengd lífsgæði og magn verkja voru metin í byrjun meðferðar, í lok meðferðar og sex mánuðum eftir að meðferð lauk.

Rannsóknirnar leiddu í ljós að á Íslandi í desember 2007 var stundaralgengi þrálátra stoðkerfisverkja 19,9% (karlar=15,2%; konur=24,7%) og er breytilegt eftir þjóðfélagslegum aðstæðum. Fólk með þráláta verki er í aukinni áhættu fyrir líkamlegum og andlegum heilsubresti, að lýsa hömlunum við ýmsar líkamlega krefjandi athafnir daglegs lífs, sem og lakari lífsgæðum. Niðurstöður íhlutunarrannsóknarinnar leiddu í ljós að heilsutengd lífsgæði jukust í kjölfar þverfræðilegra verkjameðferða og verkir voru minni. Árangur stóðst sjö mánuðum eftir að meðferðin hófst. Lítill munur fannst á milli meðferðanna tveggja. Árangur þátttakenda í TMP stóðst ekki til lengri tíma með tilliti til svefns öfugt við árangur þátttakenda í NEM-meðferðinni.

Um Sigrúnu Völu

Sigrún Vala Björnsdóttir fæddist á Akureyri 1964. Hún lauk stúdentsprófi af málabraut Menntaskólans á Akureyri árið 1984, BS-prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1990 og MS-prófi í stoðkerfissjúkraþjálfun frá University of Alberta í Kanada árið 1997. Sigrún Vala hlaut sérfræðiviðurkenningu í stoðkerfissjúkraþjálfun árið 2006. Sigrún Vala hefur stundað nám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, lengst af samhliða störfum sem sjúkraþjálfari við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Sigrún Vala er dóttir Björns Ólsen Jakobssonar og Áslaugar Maríu Þorsteinsdóttur. Eiginmaður Sigrúnar Völu er Mohamed Fadhel Meddeb umhverfisverkfræðingur og eiga þau börnin Selmu og Ymi.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar