Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Grasaferð í þágu Heilsustofnunar NLFÍ

Fimmtudaginn 7. júlí n.k. verður farin grasaferð til að safna jurtum fyrir heilsute Heilsustofnunar. Grasaferðin verður í göngufæri við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Leiðbeinandi er garðyrkjustjóri Heilsustofnunar, Jónas V. Grétarsson.

Tíndar verða jurtir í te fyrir Heilsustofnun og fræðst í leiðinni um virkni og notkun hinna ýmsu jurta.

Hist verður kl. 13:30 við anddyri Heilsustofnunar og ráðgert að tína jurtirnar frá kl. 14:00 - 16:00. Boðið verður upp á te og brauð í tínslunni. Tínslufólki verður einnig boðið í baðhús Heilsustofnunar og kvöldverð í matsal kl. 18:15.

Þetta er frábært tækifæri til að fræðast um íslenskar lækningajurtir í guðsgrænni náttúrnni. Frábært er að skella sér í baðhús Heilsustofnunar að lokinni ferðinni og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða s.s. víxlböð, sundlaug, heitir pottar, sauna og gufubað. Eftir sundferðina er tilvalið að njóta kvöldverðar á Heilsustofnun. 

Grasaferðin, sundið og kvöldverðurinn er án endurgjalds fyrir þátttakendur.

Miðað verður við hámark 25 manns í þessa grasaferð. Skráning er í síma 552-8191 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar