Hvað ef það sem við höfum haldið um mataræði, offitu og lífsstílssjúkdóma er rangt?

Kæri félagsmaður, við vekjum athygli á heilsdagsráðstefnu í Eldborgarsal Hörpunnar og frábærum afslætti fyrir félagsmenn NLFR. Nánari upplýsingar og skráning er að finna á www.foodloose.is
Við skráningu slærð þú einfaldlega inn kóðann #FL2016BHEALTHY
Nánar um ráðstefnuna
Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að það er að hellast yfir okkur faraldur krónískra sjúkdóma með offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma í fararbroddi.
Þessi þróun hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum áratugum og hefur haldið áfram þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda um allan heim til að stemma stigu við vandanum.
Hin almenna sýn á mataræði og heilbrigði hefur einfaldlega verið sú að einstaklingar þurfi einfaldlega að borða færri kaloríur, helst í formi minni fitu, og hreyfa sig meira til að halda sér heilbrigðum og í kjörþyngd.
Reynsla margra og rannsóknir síðustu ára benda hins vegar til þess að málið sé ekki svona einfalt - að þetta sé ekki bara spurning um hvað líkaminn geri við matinn (orkuna), heldur hvað maturinn gerir líkamanum: mismunandi matvæli hafa mismunandi áhrif á hormón og efnaskipti líkamans.
Þann 26. maí nk verður haldin heilsdagsráðstefna í Eldborgarsal Hörpunnar sem tekur þessi mál fyrir.
Félagsmenn NLFI fá 20% afslátt af ráðstefnugjaldi. Við skráningu sláið þið einfaldlega inn kóðann #FL2016BHEALTHY og mun þá afslátturinn sjálfkrafa koma inn. Minnum einnig á stéttarfélagsstyrki.
Á mælendaskrá eru heimsþekktir fyrirlesarar:
- Gary Taubes meðstofnandi Nutrition Science Initiative og höfundur "Why We Get Fat"
- Tim Noakes læknir og prófessor í íþróttavísindum og þjálfun við Cape Town háskóla í S-Afríku og höfundur " The Real Meal Revolution"
- Aseem Malhotra, einn þekktasti hjartalæknir Breta, sem m.a. hefur verið leiðandi fyrir samtökin "Action On Sugar" sem vinna að því að koma böndum á sykurneysluna þar.
- Fundarstýra er Marianne Demasi, þáttastjórnandi í Catalyst, vinsælasta vísindaþætti í ástralska sjónvarpinu og verndari ráðstefnunnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands.
Ýmsir vinklar verða skoðaðir, t.a.m:
- Hvers vegna fitnum við?
- Hversu skaðlegur er sykur?
- Er mettuð fita slæm? Hvað vitum við um áhrif kólesteróls og insúlíns á hjartasjúkdóma?
- Hver eru áhrif lágkolvetnamataræðis eða grænmetisfæðis á líkamann? Hvað annað þurfum við að hugsa um til að viðhalda eigin heilbrigði og vellíðan?
Þetta er mál sem varðar alla og enginn sem hefur áhuga á heilsu, sinni eigin eða annarra, ætti að missa af.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu að finna á www.foodloose.is