Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Kæri félagsmaður, við vekjum athygli á heilsdagsráðstefnu í Eldborgarsal Hörpunnar og frábærum afslætti fyrir félagsmenn NLFR. Nánari upplýsingar og skráning er að finna á www.foodloose.is

Við skráningu slærð þú einfaldlega inn kóðann ‪#‎FL2016BHEALTHY

Nánar um ráðstefnuna

Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að það er að hellast yfir okkur faraldur krónískra sjúkdóma með offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma í fararbroddi. 

Þessi þróun hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum áratugum og hefur haldið áfram þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda um allan heim til að stemma stigu við vandanum.
Hin almenna sýn á mataræði og heilbrigði hefur einfaldlega verið sú að einstaklingar þurfi einfaldlega að borða færri kaloríur, helst í formi minni fitu, og hreyfa sig meira til að halda sér heilbrigðum og í kjörþyngd.

Reynsla margra og rannsóknir síðustu ára benda hins vegar til þess að málið sé ekki svona einfalt - að þetta sé ekki bara spurning um hvað líkaminn geri við matinn (orkuna), heldur hvað maturinn gerir líkamanum: mismunandi matvæli hafa mismunandi áhrif á hormón og efnaskipti líkamans. 

Þann 26. maí nk verður haldin heilsdagsráðstefna í Eldborgarsal Hörpunnar sem tekur þessi mál fyrir.

Félagsmenn NLFI fá 20% afslátt af ráðstefnugjaldi. Við skráningu sláið þið einfaldlega inn kóðann ‪#‎FL2016BHEALTHY og mun þá afslátturinn sjálfkrafa koma inn. Minnum einnig á stéttarfélagsstyrki.

Á mælendaskrá eru heimsþekktir fyrirlesarar:

  • Gary Taubes meðstofnandi Nutrition Science Initiative og höfundur "Why We Get Fat"
  • Tim Noakes læknir og prófessor í íþróttavísindum og þjálfun við Cape Town háskóla í S-Afríku og höfundur " The Real Meal Revolution"
  • Aseem Malhotra, einn þekktasti hjartalæknir Breta, sem m.a. hefur verið leiðandi fyrir samtökin "Action On Sugar" sem vinna að því að koma böndum á sykurneysluna þar.
  • Fundarstýra er Marianne Demasi, þáttastjórnandi í Catalyst, vinsælasta vísindaþætti í ástralska sjónvarpinu og verndari ráðstefnunnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands.

Ýmsir vinklar verða skoðaðir, t.a.m:

  • Hvers vegna fitnum við?
  • Hversu skaðlegur er sykur?
  • Er mettuð fita slæm? Hvað vitum við um áhrif kólesteróls og insúlíns á hjartasjúkdóma?
  • Hver eru áhrif lágkolvetnamataræðis eða grænmetisfæðis á líkamann? Hvað annað þurfum við að hugsa um til að viðhalda eigin heilbrigði og vellíðan?

Þetta er mál sem varðar alla og enginn sem hefur áhuga á heilsu, sinni eigin eða annarra, ætti að missa af.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu að finna á www.foodloose.is

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar