Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsustofnun vann nýverið til nýsköpunarverðlauna Heilsulindarsamtaka Evrópu (ESPA) vegna námskeiða þar sem gjörhygli/núvitund og streitustjórnun er nýtt, meðal annars í verkjameðferð.
Verðlaunin eru veitt heilsulindum fyrir nýsköpun sem skilar sér í betri upplifun og árangursríkara starfi á öllum sviðum heilbrigðistengdar þjónustu, hvort sem um er að ræða meðferðir, rekstur eða markaðssetningu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Sopot í Póllandi fimmtudaginn 21.maí 2015.

espa innovation awards

 ESPA (European Spas Association) eru samtök heilsulinda og heilsumiðstöðva í Evrópu sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni. Aðalfundur samtakanna fór fram í Sopot í Póllandi dagana 20 og 21. maí. Á aðalfundinum voru veitt verðlaun fyrir nýsköpun í sex flokkum. Heilsustofnun vann í flokknum ”Innovative Health Spa Program”


„Heilsustofnun hefur verið leiðandi í meðferðum þar sem áhersla er lögð á endurhæfingu, heilsusamlega lifnaðarhætti og forvarnir“ segir Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun. „Að vera valin úr stórum hópi umsækjanda og vekja þar með alþjóðlega athygli á því einstaka starfi sem fer fram á Heilsustofnun er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir okkur. Þetta er í annað sinn sem við vinnum til þessara verðlauna og það að sjálfsögðu vakti athygli. Í þetta sinn unnum við í öðrum flokki en síðast sem sýnir hversu fjölbreytt þjónustan er sem við erum að veita. Vonandi verður þetta til þess að við eflum stöðu okkar sem fyrimynd á alþjóða heilbrigðisvettvangi". Meðfylgjandi er ljósmynd af Margréti Grímsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsustofnun með verðlaunin að lokinni afhendingu þeirra í Sopot.

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar