Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsustofnun í Hveragerði

Heilsustofnun NLFÍ er í Hveragerði, sem er lifandi og blómlegur bær, rétt austur af Reykjavík. Aksturinn frá Reykjavík að þessum friðsæla og fallega stað tekur aðeins um það bil 30 mínútur eftir þjóðvegi 1. 

Það sem gerir Hveragerði sérstakan bæ er nábýli hans við jarðhitann, því bærinn er byggður á hverasvæði og af því dregur hann nafn. Fáir bæir í heiminum geta státað af virku jarðhitasvæði í hjarta bæjarins, vellandi hverum, hvæsandi gufuaugum og á sumrin iðandi blómahafi.

Vegna jarðhitans hefur garðyrkja frá fyrstu tíð verið einn aðalatvinnuvegur Hvergerðinga, enda Hveragerði oft kallað blómabærinn. Ferðamenn hafa auk blóma og trjáplantna getað keypt nýtt og ferskt grænmeti á góðu verði. Á síðari árum hafa margir dvalið í Hveragerði sér til hvíldar og heilsubótar í lengri eða skemmri tíma. Bærinn er vel staðsettur, fjarri ys og þys höfuðborgarsvæðisins, en þó rétt innan seilingar.

Kort af Heilsustofnun

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar