Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Matseðill vikunnar 28. - 3. nóvember 2025


Sækja matseðil vikunnar


þriðjudagur 28. október

Ýsa með lauksmjöri kartöflum og blönduðu grænmeti úr garðinum
– Karrýlöguð grænmetissúpa


miðvikudagur 29. október

Franskur linsubaunaréttur með blönduðum sveppum kartöflumús og steiktu káli
– Kúrbítssúpa með basil


fimmtudagur 30. október

Pönnusteikt kartöfluhvítkálsbuff með bökuðum tómat kremaðri piparsósu hvítlaukskartöflum og bökuðu rótargrænmeti
– Indversk linsusúpa með lime og kókosrjóma


föstudagur 31. október

Ofnsteikt bleikja með mangósalsa gráðostasósu sólseljukartöflum og grænmeti
– Blómkálssúpa með kartöfluteningum og truffluolíu


laugardagur 1. nóvember

Grænmetislasagne með kirsuberjatómatsósu salvíu og blómkálsostasósu
– Hýðisgrjónagrautur


sunnudagur 2. nóvember

Blómkálsostasnitsel með karrýsósu sætum kartöflum og blönduðu grænmeti
– Ávaxtagrautur


mánudagur 3. nóvember

Linsubolognese með heilhveitipasta basilpestó bökuðum rauðrófum og ristuðu brokkólí
– Sveppasúpa


 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar