10 manna hópur frá Heilsustofnun sem mun taka þátt í WOW Cyclothon keppni sem verður haldin 23. - 26. júní nk. og mun hópurinn mun hjóla hringinn í kringum landið og er tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi okkar í Hveragerði auk þess sem safnað er áheitum fyrir gott málefni (Geðsvið Landspítala). 

Sunnudaginn 28. júní 2015 verður haldin afmælishátíð í tilefni 60 ára afmælis Heilsustofnunar NLFÍ að Grænumörk 10 í Hveragerði. Fjölbreytt dagskrá kl. 13:00 - 17:00. 

Frítt verður í sund og opið í Minningarherbergi Jónasar Kristjánssonar læknis. Heimsókn í leirböðin, grænmetismarkaður og myndlistarsýning í Kringlu.

Hjólahópur Heilsustofnunar óskar eftir stuðningi í hringferð um landið með WOW Cyclothon - www.wowcyclothon.is
10 manna hópur frá Heilsustofnun mun taka þátt í WOW Cyclothon keppni sem verður haldin 23. - 26. júní nk. og mun hópurinn mun hjóla hringinn í kringum landið og er tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi okkar í Hveragerði auk þess sem safnað er áheitum fyrir gott málefni (Geðsvið Landspítala).

Heilsustofnun vann nýverið til nýsköpunarverðlauna Heilsulindarsamtaka Evrópu (ESPA) vegna námskeiða þar sem gjörhygli/núvitund og streitustjórnun er nýtt, meðal annars í verkjameðferð.
Verðlaunin eru veitt heilsulindum fyrir nýsköpun sem skilar sér í betri upplifun og árangursríkara starfi á öllum sviðum heilbrigðistengdar þjónustu, hvort sem um er að ræða meðferðir, rekstur eða markaðssetningu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Sopot í Póllandi fimmtudaginn 21.maí 2015.

Fyrir helgi kom út með Morgunblaðinu afmælisblað Heilsustofnunar NLFÍ.
Tilefnið er 60 ára afmæli og í blaðinu eru ýmis viðtöl og greinar úr starfi Heilsustofnunar. 
Þarna má finna mörg skemmtileg viðtöl við starfsmenn, dvalargesti og aðra sem tengjast Heilsustofnun. Einnig eru í blaðinu skemmtilegar myndir úr starfi Heilsustofnunar í gegnum árin.
Í sumar verður haldin vegleg afmælishátíð Heilsustofnunar og er í blaðinu dagskrá hátíðarinnar.

Hér má lesa blaðið í heild sinni:
http://issuu.com/athygliehf/docs/nlfi_blad_2015_120