Sunnudaginn 28. júní 2015 verður haldin afmælishátíð í tilefni 60 ára afmælis Heilsustofnunar NLFÍ að Grænumörk 10 í Hveragerði. Fjölbreytt dagskrá kl. 13:00 - 17:00. 

Frítt verður í sund og opið í Minningarherbergi Jónasar Kristjánssonar læknis. Heimsókn í leirböðin, grænmetismarkaður og myndlistarsýning í Kringlu.

 

Í garðinum við aðalinngang kl. 14:00–14:45

  • Ávarp: Haraldur Erlendsson forstjóri Heilsustofnunar
  • Söngur: Gissur Páll Gissurarson
  • Ávarp: Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra
  • Hreyfing og línudans: Íþróttateymi Heilsustofnunar
  • Ávarp: Fulltrúi Hveragerðisbæjar, kveðja frá Hollvinum o.fl.
  • Hljómsveitin Högni og Hælarnir og gestur þeirra, Bryndís Ásmundsdóttir

 

Önnur dagskrá kl. 13:00–17:00

  • 15:00–16:30 Veitingar í boði hússins og tónlist í matsal
  • 15:30 Ganga um heilsustíga með sögulegu ívafi, Kristjana Hrafnkelsdóttir
  • 14:00–16:00 Listasmiðja fyrir börn, umsjón Gréta Berg

 

Í Kapellu

  • 15:00 Jóga, kynning og léttar æfingar, Guðrún Ásta Gunnarsdóttir
  • 15:30 Gjörhygli - að vera í núinu, Margrét Arnljótsdóttir
  • 16:00 Sögustund um Heilsustofnun
  • 15:00–16:30 Varstu að koma? Leikþáttur eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Flytjendur eru Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason