Heilsustofnun í Hveragerði sigraði í sínum flokki “Innovative Health Spa Program” þegar nýsköpunarverðlaun ESPA, Evrópsku Heilsulindasamtakanna voru veitt við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Róm 11. maí sl.  

Árlega eru veitt verðlaun til aðila innan samtakanna sem skara framúr og er þetta í þriðja sinn sem Heilsustofnun fær nýsköpunarverðlaun.

Við erum stolt af starfseminni hjá Heilsustofnun og fögnum því að vera í 5.sæti í Fyrirmyndarstofnun ársins 2017

Í flokki stærstu stofnana eru fimm fyrirmyndarstofnanir. Þær eru auk Reykjalundar, Ríkisskattstjóri (sem sigraði fyrir ári), Fjölbrautaskóli Suðurnesja (sem var í öðru sæti í fyrra), Vínbúðirnar (ÁTVR) (sem voru í fjórða sæti í fyrra) og Heilsustofnun NLFÍ (sem var í sjöunda sæti fyrir ári).

Fimm efstu sætin skipa:

  1. Reykjalundur
  2. Ríkisskattstjóri
  3. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
  4. Vínbúðirnar (ÁTVR)
  5. Heilsustofnun NLFÍ *

Hér má sjá bækling frá SFR um stofnanir ársins 2017

 

Nemar í sjúkraþjálfun og íþróttafræði við University of Vermont dvöldu á Heilsustofnun í mars 2016. Á meðan á dvölinni stóð gerðu þau könnun á áhrifum þess að liggja í heitum vatnsböðum í 15 mín fyrir hreyfingu. Mæld voru áhrif á blóðþrýsting, púls og öndunartíðni sem og hreyfigetu. Niðurstöðurnar voru þær að eftir að legið í heitu vatni í 15 mínútur bregst líkaminn við í blóðþrýstingi og eins og eftir upphitun fyrir æfingar væri að ræða, en hefur ekki áhrif á hreyfigetu.

Þessar niðurstöður geta komið sér mjög vel þegar um er að ræða einstaklinga með td slitgigt, þar sem verkir geta hamlað mikilli hreyfingu. Þessir einstaklingar geta þá "hitað upp" í heitu vatni, og nýtt hreyfifærnina í aktívri hreyfingu.