Þau Helga Björg Antonsdóttir, Hrönn Óskarsdóttir, Jón Ingi Björnsson, Sigrún Buithy Jónsdóttir og Tómas Gunnar Viðarsson eru í meistaranámi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Eitt af verkefnum þeirra í námskeiðinu, Stefnumiðuð markaðsfærsla er að skoða ímynd Heilsustofnunar í Hveragerði og áhuga fólks á heilsudvöl og námskeiðum á Heilsustofnun. 

Vinsamlega smellið á þennan link til að taka þátt - http://heilsustofnun.questionpro.com/

Sigrún Vala Björnsdóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum föstudaginn 3. febrúar 2017.

Ritgerðin ber heitið: Þrálátir stoðkerfisverkir – Algengi, áhrif og þverfræðileg úrræði á Íslandi. Chronic Musculoskeletal Pain – Prevalence, impact and multidisciplinary treatment in Iceland.

Andmælendur: dr. Dave Walton, dósent í sjúkraþjálfun við Western University í Kanada, og dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Grasaferð í þágu Heilsustofnunar NLFÍ

Fimmtudaginn 7. júlí n.k. verður farin grasaferð til að safna jurtum fyrir heilsute Heilsustofnunar. Grasaferðin verður í göngufæri við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Leiðbeinandi er garðyrkjustjóri Heilsustofnunar, Jónas V. Grétarsson.

Námskeið fyrir bændur og annað áhugafólk um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit, vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða.

  • Reykjavík, föstudaginn 6. maí 2016, kl. 11.00-16.00, Þarabakka 3 (3.h.), 109
  • Reykjavík (í Mjóddinni; næg bílastæði t.d. nærri Breiðholtskirkju).
  • Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í námskeiðinu er prentað fræðsluefni, allar glærur og eintak af Reglum Túns um lífræna framleiðslu, auk veitinga.

Tilkynningar um þátttöku skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5. maí.

Nánari upplýsingar veita Ólafur Dýrmundsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og Gunnar Á. Gunnarsson (s. 511 1330 & 820 4130).

Lífræna akademían er samstarfsvettvangur þriggja fag- og hagsmunaaðila á sviði lífrænnar framleiðslu:

Bændasamtök Íslands, Verndun og ræktun og VOR Vottunarstofan Tún ehf.