Námskeiðið Streita, áföll og taugakerfið var haldið í annað sinn hér á Heilsustofnun í byrjun nóvember sl.

Fullbókað hefur verið á námskeiðin sem spannar fjóra daga og er boðið upp á fræðslu um afleiðingar áfalla og langvinnrar streitu á andlega og líkamlega heilsu og kynntar ýmsar leiðir til að vinna með áhrif þess. Mikil áhersla er lögða á slökun, jóga nidra djúpslökun, möntruhugleiðslu o.fl. Góður og heilsusamlegur matur er að sjálfsögðu innifalinn ásamt aðgengi að baðhúsinu Kjarnalundi, líkamsrækt o.fl.

Námskeið verða eftir áramót og við munum kynna það vel þegar dagsetningar liggja fyrir.

  • "Frábært, fróðlegt, skilur mikið eftir og er vel skipulagt."

  • "Virkilega gagnlegt og fróðlegt."

  • "Ég hreinlega elskaði námskeiðið sem gerði mér og mínu taugakerfi svo gott.""Dásamlegt, mikil umhyggja og kærleikur frá leiðbeinendum. Vel skipulagt og hugsað mikið um að virða, koma fram af virðingu og
    tillitssemi við okkur, mikil nærgætni."

     

  • "Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig."

     

  • "Það sem nýttist mér best var fræðslan, möntru hugleiðslan og jóga nidra."