Heilsustofnun er stolt af niðustöðu könnunarinnar um Stofnun ársins 2015 sem birt var í síðustu viku.
Heilsustofnun varð í 7. sæti af 79 stofnunum í flokknum sem er með 50 starfsmenn eða fleiri og í heild erum við í 30. sæti af 146 stofnunum sem tóku þátt í ár. Höfum sem sagt verið að hækka okkur og við sláum öll fyrri met í liðnum starfsandi sem lýsir samheldni og vinnugleði hjá okkur.