Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu fréttir vegna COVID-19 veirunnar – fréttirnar eru uppfærðar reglulega. Fara á vef Landlæknisembættisins
 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir, pró­fess­or við Há­skól­ann í Reykja­vík, hlotið rann­sókna­styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu upp á 2 millj­ón­ir evra, sem nem­ur rúm­lega 300 millj­ón­um ís­lenskra króna, til þess að sinna þverfag­leg­um rann­sókn­um á áhrif­um streitu á líf barna og ung­linga.

Þetta er frábær viðurkenning fyrir Ingu Dóru og hennar samstarfsmenn. Inga Dóra hefur und­an­far­in 20 ár sinnt rann­sókn­um á hög­um og líðan ungs fólks og reynt að átta sig á því hvað spái fyr­ir um heilsu og hegðun barna og ung­linga. Það hafa verið birtar yfir 70 vísindagreinar frá hennar rannsókarteymi um hagi og líðan ungs fólks. 

Vert er að geta þess að Inga Dóra situr í rekstarstjórn Heilsustofnunar NLFÍ og erum við mjög stolt af því að hafa þennan öfluga vísindamann í okkar liði. 
Heilsustofnun óskar Ingu Dóru innilega til lukku með þennan veglega styrk og það verður gaman að fylgjast með hennar störfum í framtíðinni.

Hér er hægt að lesa alla fréttina á mbl.is