Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu fréttir vegna COVID-19 veirunnar – fréttirnar eru uppfærðar reglulega. Fara á vef Landlæknisembættisins
 

Á morgun hefst á Heilsustofnun stólajóga fyrir þá sem geta ekki tekið þátt í venjulegu jóga. Þetta er mjúkt og milt form af jóga sem stundað er sitjandi í stól eða standandi.
Margir geta ekki tekið þátt í hefðbundnum jógatímum vegna fötlunar, öldrunar eða ýmis konar andlegra eða líkamlegra veikinda. Oft er stólajóga valið fram yfir venjulegt jóga vegna erfiðleika við að fara niður á dýnu og upp aftur. 

Þeir sem stunda stólajóga æfa ýmis konar líkamlegar stöður, öndunartækni, hugleiðslu og slökun, með stólinn sem hjálpartæki. Það dýpkar sveigjanleika og styrkir persónulega líkamsvitund, er slakandi og hvílandi.  

Stólajóga

Stólajóga er töluvert stundað á, hjúkrunarheimilum, dagvistum aldraðra og endurhæfingarstöðum. Það hefur hjálpað fólki með ýmis heilbrigðisvandamál m.a. háan blóðþrýsting, kvíða, langvarandi þreytu, liðagigt, svima, beinþynningu, þunglyndi, langvarandi verki og svefnvandamál. 
Áhersla er lögð á að  tengja saman  öndun, hugleiðslu, teygjur og síðast en ekki síst slökun sem er megin markmið meðferðarinnar.

Stólajóga er kennt á Heilsustofnun á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14:30 - 15:10. Skráning er nauðsynleg fyrir þátttöku í stólajóga.

Kolbrún Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun og jógakennari sér um kennsluna. Kolbrún hefur haldið byrjenda- og framhaldsnámskeið í Hathajóga í Kópavogi frá árinu 2002 og auk þess kennt mörg námskeið í stólajóga í Kópavogi fyrir aldraða í Gullsmára og Gjábakka í Kópavogi og á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Kolbrún Þórðardóttir jógakennari 
Kolbrún Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur og jógakennari