Skilaboð vegna Covid-19   Nánari upplýsingar
 

thorir haraldsson portraitÞórir Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu forstjóra Heilsustofnunar í Hveragerði frá 1. nóvember nk.

Þórir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands að mennt og hefur víðtæka þekkingu af heilbrigðisþjónustu og fyrirtækjarekstri. Hann hefur á undanförnum árum starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu sem lögmaður og framkvæmdastjóri rekstrar.

Hann var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 1995 - 2001 og hefur einnig setið í ýmsum stjórnum og nefndum þar á meðal í stjórn Heilsustofnunar um árabil.

Heilsustofnun er lokuð almenningi vegna kórónuveirufaraldursins. Full endurhæfingarstarfsemi er á stofnuninni en aðeins færri í húsi en venja er. Enginn fær að koma inn á stofnunina sem verið hefur erlendis sl 14 daga, í návígi við sýktan einstakling eða með einkenni sem bent geta til COVID-19 og gildir það fyrir dvalargesti og starfsfólk. Stofnunin er alveg lokuð fyrir alla aðra en dvalargesti sem koma til endurhæfingar.

Glæsileg fyrirlestraveisla á netinu með 20 fyrirlestrum um heilsu og heilbrigðismál verður 31.október og 1.nóvember. Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar mun í sínum fyrirlestri m.a. ræða helstu einkenni streitu, hvernig má þekkja hættumerkin svo hægt sé að grípa inn í og fyrirbyggja veikindi.

Sjálf hefur Margrét reynslu af langvinnri streitu og í þessum persónulega fyrirlestri ræðir hún einnig áhrifaríkar leiðir til þess að takast á við streitu bæði í lífi og starfi.

Nánari upplýsingar á heimasíðu viðburðarins með því að smella hér.