Starfsemin komin í gang eftir stutt hlé
20. ágúst 2021
Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu. Það verkefni gekk vel og endurhæfingarstarf hófst aftur fimmtudaginn 19. ágúst. 52 eru nú í sóttkví vegna þess.
Tilkynning barst í morgun frá smitrakningateymi ríkislögreglustjóra um annað smit sem er óskylt hinu fyrra. Unnið er að smitrakningu en ekki er talin þörf á að gera hlé á starfseminni.








