Heilsustofnun vill njóta jafnræðis
Staðfest er að fjárveiting til Heilsustofnunar sé innan við helmingur af því sem aðrir fá fyrir sambærilega þjónustu.
Á 70 ára afmælisári Heilsustofnunar blasa við erfiðar áskoranir. Heilsustofnun hefur frá upphafi verið hornsteinn í heilsueflingu og endurhæfingu, veitt öfluga heilbrigðisþjónustu og oft verið í fararbroddi nýjunga og nýsköpunar. Jónas Kristjánsson, stofnandi og frumkvöðull, lagði allar eigur sínar í uppbyggingu Heilsustofnunar og Náttúrulækningafélag Íslands hefur fjármagnað húsnæði og aðstöðu en aldrei hefur komið framlag frá ríkinu til uppbyggingar.







