Reynslusögur og umsagnir dvalargesta

Gestir okkar og skjólstæðingar eru okkar bestu meðmæli. Árlega koma til okkar gestir sem skilja eftir ummæli og reynslusögur um dvöl sína sem við viljum gjarnan deila með ykkur.


Þórunn Sveinbjoörnsdóttir ritar hér grein sem birtist á vefnum Lifðu núna

Fólk kemur í straumum í Hveragerði til að vera á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins. Það var árið 1955 að framsýnn læknir Jónas Kristjánsson varð hvatamaður að stofnun Heilsustofnunarinnar.

Kjarninn í hugmyndafræði hans var að efla heilbrigði, auka vellíðan og styrkja einstaklinginn í að bera ábyrgð á eigin heilsu og velferð. Þessi hugmyndafræði er alveg jafn mikilvæg í dag og hún var þá. Jafnvel enn þarfari vegna þunga áreitis á fólk í nútímalífi sem ersvo hlaðið hraða og spennu.

Greinina í heild sinn má lesa hér.

Heil og sæl og gleðilegt ár.

Ég var svo heppinn að fá dvöl hjá ykkur í 4 vikur, seinni hluta nóvember til jóla. Dvölin var frábær í alla staði. Líkamsræktin hjá frábærum íþróttafræðingum og sjúkraþjálfurum er bara í heimsklassa. Fyrirlestrar fagfólks ykkar um hina ýmsu þætti í lífinu, frá kvíða eða þunglyndi til mataræðis, skildi mikið eftir og ég er enn að meðtaka. Maturinn alveg frábær og óaðfinnanlegur svo og viðmót alls starfsfólksins. - Allt gert til að okkur þiggjendum/gestum liði sem best að öllu leyti.

Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti mitt til ykkar og vona að ég fái annað tækifæri til að dvelja hjá ykkur. Ég óska ykkur öllum á Heilsustofnun gleði og hamingju á árinu og megi starfsemin eflast á komandi tímum.

Með mínum allra bestu kveðjum,

Hallgrímur Jónasson

Fjórum sinnum um ævina hef ég verið þar stödd að ég hef þurft nauðsynlega að komast í skjól frá álagi, streitu, hugarþvætti og aukakílóum. Ég hef notið þeirrar blessunar að geta í þessum tilfellum dvalið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Okkur hættir oft til þess að leita langt yfir skammt, en það að geta ekið bara yfir Hellisheiðina og átt slíkan vin sem Heilsustofnunin reynist, er mikið lán í íslensku samfélagi. Enda kemur í ljós að meðalaldur þeirra sem þangað sækja hefur lækkað verulega á síðustu árum og hópurinn orðið fjölbreyttari.

Einu gildir hvert litið er á þessum heilunarstað, hvort sem það er fólkið í móttökunni, sundlauginni, ræstingunni eða hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkranuddarar eða -þjálfarar, eldhúsfólkið sem ber fram þennan næringar- og litríka mat; alls staðar er valinn maður í hverju rúmi. Hvers kyns asi og ónot eru fjarri heldur ríkir andrúmsloft virðingar, vináttu og hvatningar sem verður til þess að gestir hússins tileinka sér falleg samskipti. Enda sér maður vináttu skapast milli fólks þar sem gott samtal fær að þróast, lífssögur eru sagðar og sorgum og gleði deilt. Augljós metnaður sem um leið virkar svo áreynslulaus birtist í öllum aðbúnaði. Eins eru fyrirlestrar um gildi húmors og núvitundar, aðferðir við slökun og minnisþjálfun eða hvernig vinna má með verki og bæta mataræði hver öðrum betri. Landsmenn eru lánsamir að eiga svona heilagan stað sem fengið hefur að þróast og blómstra í áranna rás.

Ég get alltaf af heilu hjarta hvatt fólk sem mætt hefur áföllum, álagi, sorgum og veikindum að fara og dvelja á Heilsustofnun NLFÍ, því ég hef reynt gildi starfseminnar á eigin skinni.

Jóna Hrönn Bolladóttir

„Heilsustofnun er himnaríki á jörðu. Frábært starfsfólk og maturinn var æði. Kom endurnærð á sál og líkama frá ykkur. Takk fyrir mig. Ég mun sannarlega koma aftur og láta mitt fólk vita af því góða starfi sem hér er unnið.”

Sigrún Jónsdóttir

„Finnst ég endurnærð eftir dvölina. Lífsgæði mín hafa aukist til muna og ég hlakka til að nýta mér það sem ég lærði hérna í mínum daglegu athöfnum”

Þórunn Sigurðardóttir

Myndbönd frá Heilsustofnun

Hér má sjá myndbönd frá heimsókn sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Heilsustofnun og frá fyrirtækjaheimsókn ÍNN. 

N4 um Heilsustofnun

n4mynd

 

Fyrirtækjaheimsókn ÍNN á Heilsustofnun

inn myndband

 

Heilsustofnun

Grænumörk 10, 810 Hveragerði
Sími 483 0300 - Fax 483 0320
heilsa@heilsustofnun.is 

Skoða kort

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?