Einbýli og tvíbýli
Á lóð Heilsustofnunar eru fimm íbúðir, 45- 60 fermetrar, allar með sér inngangi og þráðlaust internet í öllum íbúðum..
Þrjár íbúðir, C1-Askja, C2-Geysir og C3-Hekla eru með sér svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Í stofunni er skrifborð, svefnsófi og sjónvarp og sími.
Íbúðin F1-Katla er studio-íbúð, opið rými þar sem borðstofa og eldhús, stofa með svefnsófa og svefnherbergi er í sama rýminu. Stórt baðherbergi með sturtu og baðkari. Í alrýminu er sjónvarp.
Íbúðin F2-Grýla er með sér svefnherbergi, stofa og eldhús í sama rýminu. Í stofunni er svefnsófi og sjónvarp.