Heilsustofnun NLFÍ er þátttakandi í samevrópsku verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu og ber heitið ”Gesundheitsbildung durch Prävention” sem mundi útleggjast á íslensku; Heilsuefling með forvörnum. 
Þetta er samstarfsverkefni  þriggja heilsustofnana í Evrópu;  Heilsustofnunnar NLFÍ, Kneippsamtakanna í Unna í Þýskalandi og forvarnarstofnunarinnar PGA (Prophylaktische Gesundheits Arbeit) í  Austurríki.

Í dag er afmælisdagur Jónasar Kristjánssonar læknis og frumkvöðuls, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands (1937) og Heilsustofnunar í Hveragerði (1955). Jónas Kristjánsson, læknir, fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870 og lést í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 3. apríl 1960. 

Hér má lesa nánar um ævi Jónasar. Ásamt því að fjölda greina eftir Jónas má finna á heimasíðu NLFÍ.

 

Erna Indriðadóttir skrifar hér um líf og starf Jónasar, sögu hans og stofnun Heilsustofnunar NLFÍ. Fyrirsögnin ber heitið "Hundrað árum á undan sinni samtíð".

Hér er rakin saga Heilsustofnunar allt frá því að að Jónas Kristjánsson stofnaði hæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði fyrir 60 árum og trúði því að hreyfing og hollt mataræði væru undirstaða betra lífs. Við þökkum Ernu fyrir góða grein og þá athygli á okkar starfi. Greinin birtist á vefnum Lifðu núna og má lesa um hana hér. Lesa greinina.

Í dag, 24. júli tók Heilsustofnun NLFÍ til starfa árið 1955. Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Fljótlega eftir opnun 1955 var hægt að taka á móti 40 gestum, en starfsemi stofnunarinnar hefur aukist og húsakostur stækkað hægt og sígandi og nú koma meira en 2000 manns árlega til dvalar á Heilsustofnun. Við fögnuðum á eftirminnilegan hátt með öllum þeim sem hugsuðu til okkar og sóttu okkur heim á afmælishátíðinni 28. júní sl.

Til hamingju öll með þennan frábæra dag. Við erum stolt af okkar starfi og hvetjum áfram alla að bera ábyrgð á eigin heilsu. 

 

10 manna hópur frá Heilsustofnun sem mun taka þátt í WOW Cyclothon keppni sem verður haldin 23. - 26. júní nk. og mun hópurinn mun hjóla hringinn í kringum landið og er tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi okkar í Hveragerði auk þess sem safnað er áheitum fyrir gott málefni (Geðsvið Landspítala).