Hollur matur úr nánasta umhverfi

Á Heilsustofnun hefur verið lífræn ræktun í nær hálfa öld. Halldór Steinsson er yfirmatreiðslumaður og hefur séð um eldhúsið í átta ár. Í matstofu Jónasar hefur alla tíð verið boðið upp á grænmetisfæði og veganrétti auk þess sem fiskur er tvo daga í viku.
Lögð er áhersla á holla og góða rétti úr nærliggjandi umhverfi og Halldór segir að það sé bæði krefjandi og skemmtilegt að elda fjölbreytta rétti fyrir gesti á öllum aldri.